Mistök

"Vegna tæknilegra mistaka serbneska sjónvarpsins" getur RÚV ekki sent beint út frá leik kvennalandsliðsins okkar í fótbolta við Serbíu.

Af hverju læðist að mér sá grunur að þessu hefði verið reddað ef arfaslakt karlalandsliðið hefði átt í hlut?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er líklega rétt hjá þér !

Þannig á þetta líka að vera

Trausti Traustasson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:12

2 identicon

Sama hugsun læddist að mér

Allý (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alltaf skjóta skvísurnar

skaufapakk í sundur.

Vænar hljóta vísurnar.

Var í körlum hundur.

Sæmundur Bjarnason, 28.5.2008 kl. 16:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu það Ragnhildur að þú ert vænisjúk kona?

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2008 kl. 16:50

5 identicon

Þið eruð sorglegar með ykkar vænissýki. Og af hverju er aldrei hægt að gleðjast yfir góðum árangri kvennalandliðsins án þess að kasta skít í strákana í leiðinni? Það er nú líka leiðinlegt að segja það, en stelpurnar klúðruðu sennilega sínum stærsta séns á lokakeppni með því að tapa fyrir Slóvenum, leik sem átti að vinnast. Þær voru nú hins vegar ekkert grillaðar fyrir það eins og maður hefur séð karlalandsliðið lenda í. Stelpurnar eru flottar. Mistök eru gerð. Hættið þessum leiðindum!

Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Hulla Dan

Kvennafótbolti

Vona að þið finnið eitthvað annað sjónvarpsefni í staðinn.

Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Því hefði sko örugglega verið reddað hið snarasta.

Helga Magnúsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Hafi leikurinn verið tekinn upp í Serbíu, jafnvel sýndur í sjónvarpinu, þarf bara að panta gervihnattartíma til að sýna hann hérna heima. Flóknara er það nú ekki. Samsæriskenningar eru óþarfar. Aðeins spurning um áhuga RÚV og framkvæmdavilja.

Gísli Ásgeirsson, 29.5.2008 kl. 10:05

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli það sé ekki vegna þess að konur hugsa alltaf jafn andstyggilega rökrétt, þessvegna læðist svona grunur að .....

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 02:23

10 Smámynd: Garún

ok einmitt já nákvæmlega.....hm tilviljun!  

Garún, 31.5.2008 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband