Kellingar

Við Kata skelltum okkur á Tengslanetsráðstefnuna hennar Dr. Herdísar á Bifröst í vikunni. Ég varð að mæta þar, af því að Herdís hafði vit á að hringja í mig upp úr kl. 7 morgunn einn fyrir margt löngu og þá þótti mér ekkert tiltökumál að samþykkja að flytja þar erindi. Ég gerði það líka 2004, að mig minnir, en þá ók ég uppeftir, talaði og ók heim. Voða sósíal.

Núna ákváðum við Kata að gera almennilega ferð úr þessu, fórum uppeftir á fimmtudeginum og vorum fram á föstudagssíðdegi. Konurnar voru allar búnar að ganga á Grábrók og horfnar inn með Hreðavatni í dinner og djamm þegar við komum uppeftir, en við húkkuðum far með vínsendibílnum og komumst á leiðarenda.

Þetta var mjög gaman. Ótrúlega margar konur úr öllum áttum og allar í feiknagóðu samkvæmisformi.

Á föstudeginum voru konur merkilega borubrattar og þá hófst sjálf ráðstefnan. Dr. Herdís hafði fengið fína gesti, Judith Resnik fannst mér sérlega áhugaverð. Hún fjallaði mikið um konur og dómstóla, hvernig dómarar í Bandaríkjunum hefðu systematískt pælt í hvernig þeir tækju á málum þar sem konur kæmu við sögu o.fl. Svo hefur hún töluverðar áhyggjur af þeirri þróun að mál eru í síauknum mæli leyst með alls konar gerðardómum, en niðurstöðurnar eru ekki opinberar og því missa fræðimenn eins og hún yfirsýn yfir afgreiðslu mála.

Fyrirlesarar voru margir. Lögfræðingar og dómarar, bankastarfsmenn og kúabændur, pólitíkusar og forstjórar, fræðimenn og fjölmiðlamenn. Allir þessir menn voru kvenmenn.

Sumir fyrirlesarar gengu alveg fram af fólki, eins og kellingin sem lét allar hinar kyrja vögguvísur um miðjan dag. Hún var dálítið undarleg, sú. En konurnar kunnu sig og klöppuðu samt.

Við Kata misstum af síðasta pallborðinu af því að klukkan var komin langt fram yfir skólatíma og þótt systur væru í góðu yfirlæti hjá Thelmu Törumömmu fannst okkur nóg komið. Kata þurfti líka að mæta í opinberan dinner um kvöldið, svo okkur var ekki til setunnar boðið.

Systur voru svo sannarlega í góðu yfirlæti. Þær höfðu farið með Thelmu og Töru í verslunarleiðangur og voru auðvitað leystar út með gjöfum. Þegar ég sótti þær fylgdi Tara að sjálfsögðu með. Kata fór í dinnerinn og ég ákvað að kaupa takkaskó á systur, enda fótboltamót á grasvelli í dag. Auðvitað var ég allt of sein til að ná í almennilegar búðir. Þá fór ég með gengið á McDonalds, sem vakti mikla lukku.

Í dag var fótboltamótið, á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Klukkan 10 vorum við mæðgur mættar í íþróttabúð og réttu skórnir fundust. Afturelding vann fyrsta leikinn, Valur vann Víking í næsta leik, en FH valtaði yfir Valsara í þeim þriðja. Á þessu móti fengu hins vegar allir medalíu. Systrum fannst þetta samt heldur súrt í broti. Valur vann nefnilega alla sína leiki á mótinu um síðustu helgi, en þá var það bara svona "gúddí" mót og engin verðlaun. "Við hefðum örugglega fengið BIKAR ef það hefðu verið verðlaun," sagði Elísabet sármóðguð.

Það var töluverð sárabót að komast að því að Rakel þjálfari, sem spilar með meistaraflokk Vals, á nákvæmlega eins takkaskó.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kemur forvitnin upp í mér, en hvað átti vögguvísukyrjandinn að framkalla?  Hvernig fyrirlestur var þetta?  Ég er að drepast úr forvitni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Róleg, Jenný. Vögguvísukyrjandinn var nú bara hún ég  Löööööng saga

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.6.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Mér fannst sú kelling flytja andskoti góðan fyrirlestur líkt og flestar þær konur sem þarna voru. 

Held reyndar að það eitt að takast að láta allar þessar kellingar taka undir í þrem erindum af vögguvísu hafi borið þessari kellingu vitni um hversu flott hún var.

Anna Kristinsdóttir, 1.6.2008 kl. 18:23

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er semsagt hin undarlega kona og "vögguvísukyrjandi" og konan sem tekin er við sunnudagsblaði Moggans ein og sama manneskjan?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk, Anna  Ég var alveg sérlega hamingjusöm með undirtektirnar, enda lítið gefin fyrir að syngja alein uppi á sviði.

Já, Lilja Guðrún, þetta er greinilega margbrotin kona

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.6.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Garún

Vá hvað ég hefði sungið með þér...Er nefnilega að verða Norðurlandameistari í SingStar!  Það er ný til komin geðveila í mér að vilja syngja af öllum lífsins sálarkröftum í margmenni.  Er ekki mikil söngkona en þetta er einhver blanda af húmor hjá mér og hömluleysi.  Afhverju missi ég alltaf af svona fyrirlestrum!  Ég hefði viljað halda fyrirlestur um konur í kvikmyndum!  Æi kannski næst

Garún, 2.6.2008 kl. 09:11

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur verið skemmtileg ráðstefna. Aldrei skemmtilegra en þegar margar konur eru saman komnar.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 13:27

8 identicon

Til hamingju með daginn ;)

hke (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 16:03

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:48

10 identicon

Vá þvílíkt hugrekki! Þú ættir eiginlega að fá pláss í bókinni hennar Margrétar. Var um það bil að fara að segja upp helgarmogganum þegar ég uppgötvaði að þú værir tekin við ritstjórn helgarblaðsins og snarhætti við. Til hamingju með nýja djobbið. Bíð nú spennt eftir helgarblaðinu. Kv, Olla.

Olla (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband