10.6.2008 | 23:48
Amen á eftir ... súkkulaðinu
Systur eru komnar í sumarfrí. Þeirra frí er dálítið frábrugðið því fríi sem ég myndi kjósa mér. Ég myndi ekki vakna snemma á morgnana til að æða í Víkingsheimilið, hamast þar í alls konar boltaleikjum allan daginn, koma heim, hoppa á trampólíni, fara í heita pottinn og í háttinn seint og síðar meir. Ég myndi vakna, ekki snemma, vera heima, fara í heita pottinn og í háttinn seint og síðar meir. En þær eru alsælar. Þeim fannst að vísu heldur undarlegt að ég skyldi gera mér ferð til þeirra um miðjan dag í gær til að fara með þær á fótboltaæfingu hjá Val, enda höfðu þær þá spilað fótbolta í fjóra klukkutíma. En þær fóru nú samt og það var gaman, eins og alltaf.
Í dag sótti Thelma Törumamma gengið og dekraði við þær með pizzum og leikjum. Þær sömdu mjög fína dansa, sem þær sýndu mér þegar ég kom heim. Svo fóru þær á trampólínið ásamt Brynju Törufrænku. Marta María slóst í hópinn og fór í fótabað í heita pottinum, en þær hinar í sundföt og ofan í pottinn. Ólafur bekkjarfélagi þeirra var í stuði á trampólíninu allan tímann.
Þegar Brynja var sótt fóru systur og Tara í sturtu með tilheyrandi hrópum, köllum og skvettum.
Rétt áður en þær fóru að sofa gaf ég systrum tvo súkkulaðipeninga sem Kolbrún á Mogga hafði nestað mig með fyrir þær. Hún er mikil vinkona þeirra. Þær voru mjög glaðar að fá slíka sendingu. Margrét sagði að ég yrði að skila kveðju til Kollu. Og kveðjan var svona: "Takk kærlega fyrir súkkulaðið. Þú ert besta Kolla. Amen."
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei ég segi það með þér ! DÆS...ekki alveg það frí sem hefði hentað mér heldur, en passar áreiðanlega fínt fyrir orkuboltana dætur þínar.
Ansans ári sem er gaman að lesa um þetta stelpur !
Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 23:51
Ég var farin að halda að þú værir flutt utan þjónustusvæðis. Asskoti langt síðan þú bloggaðir vúman.
Tvíburarnir svíkja ekki lit frekar en vejulega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 00:02
Knús knús og sólarkveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.