18.6.2008 | 23:10
Sautjándinn
Loksins er sumarið komið fyrir alvöru! Systur eru útiteknar, enda í íþróttaskóla Víkings alla daga. Þegar honum lýkur fara þær beint heim í garð, hoppa á trampólíni og fara í heita pottinn.
17. júní var svo mikil blíða að við ákváðum að borða síðbúinn morgunmat úti í garði. Þær vildu nú samt almennilegan morgunmat, svo þær fengu klatta og meðlæti. Mikil lukka. Eftir hádegi fórum við í bæinn, lögðum við Háskólann og gengum í Hljómskálagarðinn. Við náðum að ganga síðustu metrana með skrúðgöngunni frá Hagatorgi.
Eins og alltaf á sautjándanum vildu þær "bleikt búðingsský". Þetta heiti á candy floss hefur fylgt þeim frá því að þær voru agnarsmáar og horfðu á Stubbana. Í einum þættinum var ryksugan og heimilishjálpin Núnú að þrífa upp bleikan búðing, sem Stubbarnir höfðu misst niður. Svo laumuðust nokkur ský inn í Stubbahúsið og Núnú þreif þau líka upp. Henni varð að vonum bumbult af blöndunni og út komu bleik búðingsský. Þegar systur brögðuðu á bleiku candy flossi í fyrsta skipti voru þær auðvitað sannfærðar um að þar hefðu þær fundið bleik búðingsský eins og í Stubbaþættinum.
Við gengum eftir Lækjargötu í strekkingsvindi á meðan þær kláruðu búðingsskýin. Eftir stutt innlit í Iðu röltum við sömu leið til baka og núna voru systur með risastóra sleikjóa.
Þegar við komum aftur í Hljómskálagarðinn stungum við Kata upp á að þær færu í stóran og myndarlegan hoppukastala, minnugar þess hvað þeim fannst það ótrúlega gaman í fyrra. Biðröðin var löng og við sáum fram á að þurfa að bíða mjög lengi, en við Kata ætluðum að láta okkur hafa það. Systur mótmæltu hins vegar hástöfum og spurðu hvort þær mættu ekki bara fara heim. Við samþykktum það auðvitað.
Þegar við gengum í bílinn trúði Margrét okkur fyrir að hún hefði ákveðið að fara ekki í hoppukastalann "af því að ég man ekki alveg hvað það var gaman og ég vil ekki kjafta frá áður en ég fer í Legoland."
Hún var sem sagt að treina sér skemmtunina þar til við förum til Danmerkur seinna í sumar.
Í garðinum heima var enginn strekkingsvindur, bara koppalogn og sól. Við stoppuðum þó stutt, en fórum í heimsókn til Knúts frænda og krakkanna. Og svo aftur heim, enda áttum við von á Hlédísi í næturgistingu.
Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Hlédís kom. Þær þrjár fóru auðvitað á trampólínið og í alls konar stúss í litla kofanum, ásamt Töru, Brynju og litla bróður hennar.
Við grilluðum, vinkonurnar tróðu sig út -og fóru svo beint á trampólínið aftur. Úff, ég varð nú eiginlega að snúa mér undan þá! Hvernig geta þessi kríli hoppað og skoppað svona eftir matinn?
Heiti potturinn, sturta, teiknimynd.... og samfelldar hrotur úr þremur rúmum.
Góður dagur.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegan 19. júní bloggvinkona
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:44
Krúttafærsla eins og alltaf! Ti hamingju með Kvenréttindadag Íslands!
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:16
Já, innilega til hamingju með daginn!
En ég nenni sko ekki að bíða í 93 ár í viðbót eftir fullu jafnrétti
Ragnhildur Sverrisdóttir, 19.6.2008 kl. 19:58
Væruð þið Kata bara ekki til í að ættleiða mig? Væri sko alveg til í að vera með í öllu fjörinu á ykkar bæ.
Helga Magnúsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.