21.7.2008 | 23:52
Sagan öll
Ósköp gengur treglega að koma þessari ferðasögu á blað!
Við fórum frá Legolandi og ókum til Köben. Maggi, Helene og stelpurnar óku rakleiðis yfir brúna til Malmö, en við familían fórum í hús Kristjáns bróður og Ernu í Köben. Því miður voru þau suður í Búlgaríu, en við nutum lífsins á þeirra kostnað. Takk fyrir það
Í Köben hélt börnevenligt prógramm áfram. Við fórum í dýragarðinn og sáum alls konar framandi dýr. Apa, nashyrninga, gíraffa, sebradýr og fleiri og fleiri. Systur voru mjög hrifnar. En alsælar þegar þær komu að geitagirðingunni. Þar máttu þær klifra yfir og klappa öllum litlu kiðlingunum. Við stoppuðum þar lengi, lengi . . .
Þegar þær höfðu loks fengið nægju sína af kiðlingum fórum við að næstu girðingu. Þar settust þær á íslenska hesta, sem voru teymdir undir þeim nokkurn hring. Þá fannst okkur Kötu við nú hafa farið langt yfir skammt! Íslensku hestarnir voru toppurinn á danska dýragarðinum
Við tókum auðvitað líka Tívólí með trompi. Þar mæltum við okkur mót við Hlédísi og Helgu Kristínu og vinkonurnar þrjár fóru í alls konar skemmtitæki. Margrét súr eins og venjulega að enginn vildi fara með henni í skelfilegustu rússíbanana. Hún er algjör ofurhugi í þessum tækjum. En við höfðum líka gaman af skotfimi, þar sem ég plaffaði miskunnarlaust niður skógarbirni og hitti í öllum tólf skotunum og systur nældu sér í bangsa með handboltatilþrifum, sem þær hafa erft í beinan kvenlegg.
Það er ekki nógu gott að bíða svona lengi með ferðasöguna. Ég man bara ekki meira!
En við tókum myndir:
Systur fengu hjálp við krabbaveiðarnar. Maggi frændi var drjúgur liðsauki.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar eru myndirnar? Ég sá bara eina mynd?
Kær kveðja,
Erna Svala
Erna Svala (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 07:59
Já hér er bara ein mynd, af yndislegri stúlku, hina vantar. Hvar er?
Og svo nær það ekki nokkurri átt að beila svona lengi frá blogginu kona góð.
Og habbðu það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2008 kl. 09:45
Jájá, ég veit, ég veit! Gat ekki sett inn fleiri myndir í gær, gamla tölvan strækaði alveg. Þetta stendur til bóta.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.7.2008 kl. 12:05
Við Hlédís mönnuðum okkur upp í rúnt með Odin Expressen (1x) - ég er líka lítið fyrir að vera hrærð og hrist og alltaf með sjóriðu á eftir. Ykkar var sárt saknað í heimsókn II nokkrum dögum síðar, ég var heldur trist ein í 2ja lítra bjórkönnukeppninni (og rambaði á barmi barnaverndarmáls). Þá afrekuðum við ferð í dýragarðinn, en ég beygði snögglega framhjá húsdýragarðspartinum enda hefði HH fest sig þar líka ;) Svo var ferð III farin daginn sem við fórum heim (og þá var árskortið búið að borga sig upp) og ég skildi eftir mun fleiri 20 króna peninga í skotbökkunum en ég kæri mig um að rifja upp.
Við heimkomuna var léttir að drekka loks kaffimjólk á "aðeins" kr. 410 en ekki kr. 935 sem verðlaunalatté kostar nú á Kaffi Evrópu á núverandi gengi. En þetta var allt saman dejligt.
Ein spurning, bróðir þinn og frú fóru til Búlgaríu þar sem BTB ekur um á brynvörðum bifreiðum og sólarstrendur eru lokaðar og með öryggisvörðum. Eru þau komin heim aftur?
PS. Krúttlegar sumarstelpumyndir, af stórum sem litlum.
hke (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.