Í draugahöll

hótel

 

Gamla slottið, þar sem við gistum nyrst á Jótlandi, er morandi í draugum. Þeir sem ekki þeysa um landareignina á hestakerrum með hauslausa hesta fyrir eru á vappi inni á herbergjunum.

Maggi frændi sagði systrum frá draugaupplifun sinni um nóttina og þær voru yfir sig spenntar.

Draugasaga

Svo fórum við í mikla rannsóknarleiðangra um höllina, um stóra og mikla sali og upp og niður hringstiga.

hringstigi

Um kvöldið borðuðum við fínan kvöldverð á veitingastað hótelsins. Þar voru og eru vínkjallarar, en koníaksstofan er í gömlu dýflissunni. Við létum alveg eiga sig að fara þangað. Systur voru í sínu fínasta pússi og alsælar.

Margrét     Elísabet

Svo fór öll fjölskyldan líka alla leið út á Skagen og þá var nú ljúft og gott á ströndinni

Skagen

Og sædýrasafnið, maður lifandi! Ég var næstum búin að gleyma því! Ef Kata væri ekki svona dugleg með myndavélina væri ég alveg glötuð!

Sædýrasafn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegar myndir af ykkur öllum fjórum.  Sumarlegar og sætar!  Gaman að fá að skoða.  Kær kveðja.

Auður Matth. (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband