6.8.2008 | 23:56
Auðugir landráðamenn
Það er stutt í sveitarómantíkina í okkur Íslendingum. Þeir sem búa á mölinni sjá starf bóndans oft í hillingum. Það hljóti að vera allra starfa göfugast að yrkja jörðina og sinna skepnum sínum og ekkert ægilegra en að búskapur leggist af þar sem jörðin hefur verið ræktuð mann fram af manni. Á hátíðarstundum er ýtt undir þetta í upphöfnum ræðum: Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel, orti Jónas Hallgrímsson.
Aðrir eru raunsærri, án þess að á nokkurn hátt sé varpað rýrð á ágætt starf bænda. En sumir bændur taka því satt best að segja fagnandi að eygja möguleika á að selja jörð sína á viðunandi verði, í stað þess að þurfa að berjast í bökkum, bundnir í átthagafjötra. Sem er því miður hlutskipti æði margra. Rómantíkin verður nefnilega ekki í askana látin og það er hörkuvinna að stunda búskap.
Þótt sveitarómantíkin ætli okkur stundum lifandi að drepa er furðuleg sú árátta að bölsótast út í þá sem búa á mölinni og auðvitað sérstaklega þá sem hafa efnast á störfum sínum fjarri fjósum og fjárhúsum. Fari auðmenn út í sveit, banki upp á hjá bóndanum og bjóðist til að kaupa af honum jörðina, þá líta sumir á það sem hálfgerð drottinsvik. Fréttir eru sagðar af því að meira að segja forsvarsmenn bænda fái ekki að vera í friði á jörðum sínum fyrir ófyrirleitnum auðmönnum sem spyrji hvort þeir vilji selja.
Ja, svei! Ég á bágt með að koma auga á hvað er svo glæpsamlegt við hegðun auðmannanna. Ef þá langar að kaupa jörð er ekki nema sjálfsagt að þeir kanni hvort hún sé til sölu og hvað hún myndi kosta.
Ef bændur vilja selja, þá setja þeir upp það verð sem þeir vilja fá og ganga vonandi sáttir frá borði.
Annars segja þeir bara að þeir vilji ekki selja. Svo einfalt er það.
Trúir einhver því í raun og veru að ásókn auðmanna í jarðir sé stærsti vandi íslensks landbúnaðar?
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.