10.8.2008 | 19:49
Helgi
Frábær gleðihelgi að baki
Við fengum nokkrar konur í heimsókn á laugardagsmorgun, flestar með börn. Alls 10 konur og 8 börn. Við fengum okkur léttan bröns til að tryggja að öll hefðum við kraft í gönguna miklu.
Familían var mætt á Hlemm kl. hálf tvö, allar í fínum bolum. "Stolt fjölskylda" stóð framan á okkur og það vorum við líka. Systur fóru í hamingjusama kleinu þegar tekið var við þær sjónvarpsviðtal og voru hinar fúlustu um kvöldið þegar fréttatíminn byrjaði og þær höfðu verið klipptar út. O, jæja . . .
Við gengum í stórum hópi annarra samkynhneigðra með börnin sín og alla leið á Arnarhól. Systur að vísu á hlaupahjólum. Það var svo gaman að sjá allt þetta fólk í bænum, allir svo glaðir og kátir. Við breiddum út teppi á Arnarhóli og vorum þar næstu tímana. Svo fórum við í rólegheitum upp Laugaveginn aftur og alla leið að Klambratúni, þar sem bíllinn beið.
Afi og amma á Gilsó voru búin að panta stelpurnar í næturgistingu. Við Kata vorum ekki með nein sérstök plön svo við kættumst mjög þegar Inga Dóra og Símon kölluðu á okkur í grill. Þar áttum við afskaplega ljúfa kvöldstund, eins og alltaf þegar við hittum þau hjón.
Fólk hélt áfram að dekra við okkur í dag. Urður bakaði gulrótarköku og bauð okkur að ráða niðurlögum hennar með sér. Fín hugmynd, fín kaka og assgoti góður appelsínudjúsinn hjá frú Urr. Kisan Þvæla vakti lukku systranna, sem tóku Töru með sér svo hún fengi líka að leika við Þvælu.
Síðdegis var furðulegt veður. Yndislegt vissulega, en það var dálítið sérstakt að standa á stuttermabol í steikjandi sól og blíðu, en líka rigningu! Svona rigndi á mig í sólinni á meðan ég sló blettinn og aftur á meðan ég klippti runnann meðfram gangstígnum við hliðina á húsinu (ég fékk móral þegar ég sá nágranna minn hlaupa í keng þar í gegn, gróðurinn var svo þéttur að hann ætlaði ekki að hafa þetta!)
Systur eru búnar að vera úti í allan dag. Þær standa í ströngu, hafa ákveðið að þrífa allt veggjakrot sem þær finna. Stundum eru þær svo ljónheppnar að veggjakrotið er krítarmynd eftir ungan snilling í hverfinu, en oftast nudda þær og nudda sama blettinn með engum árangri. Það er erfitt að ná málningu af með vatni. Ekki svo að skilja að veggjakrot sé stórvandamál í okkar rólegu götu, en þeim tókst að finna eina girðingu, einn ljósastaur og veggjarbrot með kroti á.
Þær ætla í frístundaheimilið á morgun. Þar er að fjölga núna, hinir krakkarnir að koma úr fríum og verður áreiðanlega enn skemmtilegra en venjulega.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.8.2008 kl. 20:12
sniglauppdeit til ungfrú Margrétar: Báðir sniglarnir laumuðu sér út í gras (hefur líklega ekki litist á að vera fluttir hreppaflutningum úr 101 og suður í Fossvog.... hmmm). Eru sumsé horfnir sjónum. Rétt eins og appelsínudjúsinnn og allt sem í hann fór ;-)
Takk fyrir komuna
Frú Urr (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:02
Takk fyrir fréttirnar, frú Urr. Margrét mun áreiðanlega spyrja eftir þessum "gæludýrum" sínum þegar hún vaknar í fyrramálið. Hún var svo örmagna áðan, nýkomin úr klukkutíma heita-pott-svampi hjá Mörtu Maríu, að hún steingleymdi alveg að velta sniglunum fyrir sér.
Og takk fyrir að tala hana ofan af því að taka þá með sér heim ;)
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.8.2008 kl. 23:14
Til hamingju með daginn í gær. Þetta var ofsalega vel heppnað og ég, Gelgjan og Viðhengið hennar höfðum gott útsýni þaðan sem við sátum á Arnarhóli og nutum skemmtiatriðanna og blíðunnar.
Hvaða ósvífni var það að klippa systurnar út úr fréttatímanum? Æi hvað þær hljóta að hafa orðið svekktar.
Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 00:06
Voru þetta kannski Spánarsniglar? Ég segi sonna.
Þetta er flottasta og skemmtilegasta helgin á Íslandi með Gleðigönguna og örugglega þótt víðar væri.
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.