11.8.2008 | 09:22
Í liði með lögreglunni
Lögregluþjónar, sem eru á vakt í Reykjavík að næturlagi um helgar, lenda oft í því að fólk reynir að koma í veg fyrir að þeir geti sinnt störfum sínum. Þeir þurfa að þola háðsglósur og dónaskap og stundum veitist einhver kappinn að þeim með höggum og spörkum.
Virðingarleysið gagnvart lögreglunni er ekkert einkamál pirraða verktakans á þakinu eða misdrukkinna einstaklinga í miðborginni. Það smitar út frá sér og nú er svo komið að hið ólíklegasta fólk sér tilefni til að hæða lögregluna og spotta. Slíkt virðingarleysi grefur smám saman undan lögreglunni og afleiðingarnar eru ófyrirséðar.
Í Morgunblaðinu í gær skrifaði Ómar Smárason grein um lögregluþjóna. Neikvætt viðhorf fólks gagnvart lögreglunni veldur mér áhyggjum. Það hlakkar jafnvel í fólki þegar lögregluþjónn gerir mistök sem verða þess valdandi að honum er vísað frá starfi tímabundið, eins og gerðist í frægu atviki sem átti sér stað í verslun 10-11, skrifar Ómar. Hann bendir á að lögregluþjónar gegni lykilhlutverki í því að gæta öryggis okkar borgaranna og barna okkar.
Við verðum að gæta að viðhorfi okkar gagnvart lögreglunni. Auðvitað er hún ekki yfir gagnrýni hafin. En sú gagnrýni verður að vera málefnaleg hverju sinni, en ekki ráðast af pirringi misviturra manna.
Við höfum aldrei haft vopnað lögreglulið. Nú eru glæpir orðnir harðari en áður og glæpahópar vígbúast. Því heyrast þær raddir, að lögreglan verði að vopnast, ella sé öryggi hennar og borgaranna ógnað.
Besta vopnið í fórum lögreglunnar er stuðningur almennings. Flest fullorðið fólk hlýtur að sjá nauðsyn þess að lögreglan geti unnið starf sitt og fylgt eftir þeim reglum sem þjóðfélagið hefur sett sér. Virðingarleysið gagnvart lögreglunni byrjar kannski í smáu; með dónalegum köllum þegar einhver áflogaseggur er handtekinn í miðborginni. En ef virðingarleysið fær að vaxa og dafna óáreitt, þá missir lögreglan helsta vopn sitt. Lögreglulið, sem ekki nýtur stuðnings almennings, endar áreiðanlega með að búast raunverulegum vopnum.
Þeir góðborgarar, sem hreykja sér af því að hafa gert lögreglunni lífið leitt, ættu að leiða hugann að því að þeir eru að grafa undan henni og um leið auka líkurnar á að börn þeirra njóti ekki sömu forréttinda og þeir: Að alast upp í samfélagi þar sem lögreglan á almennan stuðning og þarf ekki að bera vopn við dagleg störf sín.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verð bara að segja að ég er hjartanlega sammála þér!!!
Ingólfur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:18
Orð í tíma töluð!
Þóra (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:31
Ég las greinina hans Ómars Smárasonar um helgina, 100% sammála honum, og þér Ragnhildur. Fór í gleðigönguna í fyrsta skipti núna um helgina og þvílík gleði, við fórum ég og yngri dóttir mín bara svona til að kíkja, ætlum pottþétt að fara á næsta ári öll fjölsk. þetta var frábær skemmtun, en gætum við ekki stofnað til svona stuðnings eitthvað við lögregluna. Svo ætla ég líka að bæta því við að allsstaðar þar sem ég sá lögregluna í bænum í göngunni var hún brosandi og allir svo vinalegir við hana á móti. Svona mætti þetta vera alla daga. Áfram lögreglan og áfram gleðigangan.
Einar (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.