Á fílslöppinni

Ég hoppa um eins og vitleysingur í vinnunni. Eða dreg á eftir mér hægri fót, öllu heldur. Þannig skakklappaðist ég um í gær, fór í Nóatún, Jenný súperbloggvinkona bankaði í öxlina á mér og ég bara kinkaði kolli af því að ég var í stjóraleik í símanum (Blush) fór loks og lét lækni kíkja á löppina, hann sendi mig strax á spítala af því að þessi bólgna fílslöpp var svo blóðtappaleg, á spítalanum var ég skoðuð í bak og fyrir og reyndist bara vera með slæmsku út frá biluðu hné. Sjúkk! Dreg samt enn á eftir mér þrefalda löppina, en það hlýtur að skána. Ét bólgueyðandi og verkjalyf, eða mun gera það þegar ég aulast loks á löppinni í apótek.

Bara góð annars, eins og sagt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Heppin varstu að hún bankaði í Öxlina en ekki Löppina...maður á að fara strax með stokkbólgnar lappir til læknis skamm skamm...þær eru nefnilega blóðtappalegar.

Fara vel með sig stelpa !

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var alveg nóg að "berja" þig augum góða mín en þú varst ógissla important í símanum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2008 kl. 15:23

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég veit upp á mig skömmina, Ragnheiður. Fer fyrr til læknis næst.

Takk fyrir Jenný, ég legg töluvert á mig til að vera important í símanum. Vandræðalegt samt stundum þegar hann hringir og ég er í miðri stjóraræðu.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.9.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sjúkkitt, eins gott að þetta var ekki blóðtappi.

Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband