Litla lirfan ljóta

Systur hafa hjúkrað mér og veika fætinum af innlifun.

Í gær sat ég við sjónvarpið og Elísabet hlóð upp þremur koddum svo ég gæti hvílt fótinn á þeim. Henni leist hins vegar ekkert á hversu mjög hrúgan seig, horfði á þetta lengi vel, en hljóp svo inn í herbergi. Þaðan kom hún út með eins konar frauðplastplötur og stakk þeim inn á milli koddanna. Pottþétt verkfræði þar og hrúgan studdi vel undir fótinn.

Þær fóru í fimleika í gær og voru nokkuð lukkulegar. Að vísu hafa þær ekki sama þjálfara og í fyrra, en líst ágætlega á þá tvo sem nú eru teknir við. "Þær vita samt ekki hvað við kunnum mikið," sagði Margrét og pirraði sig dálítið á því að þurfa að endurtaka æfingar frá í fyrra.

Þær sögðu langa og afar ítarlega sögu af grasormi í skólanum. Ormi, eða lirfu eða einhverju kvikindi og voru nú ekki alveg vissar. Þetta kvikindi höfðu þær tekið í fóstur, ásamt Töru, Mörtu Maríu og Halldóru og kallað Palla Hansason.

Palli entist ekki lengi. Hann var steindauður fljótlega upp úr löngu frímínútum. Þær notuðu hverja lausa stund það sem eftir var dagsins að útbúa fína leiðið hans, skreytt laufblöðum og blómum. "Við gerðum faðirvorið og allt saman, en svo komu átta ára strákar í þriðja bekk og skemmdu leiðið!!"

Fuss og svei.

En á heimasíðu Fossvogsskóla eru þær vinkonurnar með kvikindið. Margrét, Tara, Elísabet, Marta María og Halldóra.

pallilirfa  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ljótt er að heyra um grafarspjöll í Fossvoginum. Gott samt að Palli fékk viðeigandi útför.

Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf eru þessir strákar eins.

Vona fæti fari að lýða betur....og þér allri náttúrulega

Sigrún Jónsdóttir, 3.9.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband