Mamma mia!

Eftir náðugan morgun kíktum við í Kringluna. Kata fór í útréttingar á meðan ég fór á kaffihús með systrum og Töru. Þær úðuðu í sig ristuðu brauði og fengu heitt súkkulaði með.

Við kíktum líka aðeins niður í bæ, bara á smárölt. Í bílnum á leiðinni heim býsnuðust vinkonurnar yfir að einhver hefði krotað á ljósmyndirnar af barnsandlitunum, sem prýða vegginn á horni Lækjargötu og Austurstrætis.

Þær töluðu fram og til baka um þetta, en Margrét komst að þeirri niðurstöðu að það gæti verið vont að vera "of töff". Af því að "ef maður er of töff þá fer maður kannski að graffa svona á myndir. Og stundum er maður kannski vondur við annað fólk. Og stundum fullur!"

Elísabet og Tara voru sammála. Það er vont að vera of töff.

Við Kata settum Mamma mia í spilarann til að yfirgnæfa flissið í okkur.

Í aftursætinu tóku þrjár litlar undir, með textann alveg á hreinu:

"Mamma mia, hír æ gó agen...."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Baukur

Hefur engin sent þér ábendingu um: að bloggið þitt er eiginlega smávegis yfirgengilega púkalega persónulegt ? - Heldur þú VIRKILEGA  að lesendur mbl.is hafi áuga á ÖLLU þínu persónulega (samkynhneigða)- lifi. Ég skil ekki AFHVERJU allt þitt fjölskydlulíf er svona opinbert ! Vita börnin þín af þessu að þeirra líf er opnibert hér !

Faðir þínn er AFAR umdeildur maður. Sjálfhverfur. Nú sé ég þig alveg eins...- puðrandi út sendingum sem hafa enga merkingu aðra en þá að fjalla um þig og þitt persónulegaga egó! Þig vantar sjálfsvirðingu og reisn. Það er mitt álit.

Skrifaðu  á blogginu þinu meira um það sem skipir máli fyrir lespískar mæður eins og þig þ.e.a.s. hvernig á að ala upp börnin og kenna þeim að til séu sambönd (öðruvísi en tvær konur saman í rúminu) þar sem eru karl og kona sem elskast og eignast börn með eðliegum hættti !  ég verð að segja:  ég skil ekki hvernig tvær lessur ala upp dreng sem á að verða ósvikin karlmaður !

Bjarni Baukur, 6.9.2008 kl. 21:38

2 identicon

það er nú greinilega ekki alltí lagi heima hjá þer, Bjarni Baukur, skil ekki hvað þú ert að fara inná þessa síðu ef það pirrar þig svona mikið. Mér finnst alveg óþarfi af þér að vera að ausa gallinu svona, þetta blogg er ekkert persónulegra en mörg önnur blogg hér á vefnum.  Dapurlegt að opinbera svona eigin fordóma og smámennsku

edda (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þú ert nú alveg óborgarlegur, Bjarni Baukur!

Takk fyrir innlitið

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.9.2008 kl. 01:15

4 identicon

Þakka skemmtilega færslu, og aðrar eldri færslur. Ég sakna þess að heyra ekki meira frá þér og þínum yndislegu stelpum núna þegar þú vinnur mikið. Það er svo dásamlegt að lesa vel skrifaðar sögur úr daglega lífinu, þessu eina sanna sem við öll förum í gegnum en sjáum sjaldnast það spaugilega við. Þú og þitt blogg eruð óborganleg.

Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 01:51

5 identicon

Sammála síðasta ræðumanni, sakna þess að "heyra" ekki eins oft frá ykkur síðan þú fórst að vinna. Ég kíki reglulega hérna inn og finnst algjörlega frábært að heyra allar þessar óborganlegu sögur af skvísunum. Það er fátt skemmtilegra en að heyra hvað krökkum dettur í hug að segja og gera. Nóg er af ópersónulegum fréttum frá öllum heimshornum, við þurfum einmitt á því að halda að heyra frá skemmtilegu fólki sem gerir skemmtilega hversdagslega hluti.

Ásta Guðrún (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:37

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Bjarni Baukur gerir óborganlega misheppnaða tilraun til að vera fyndinn, maðurinn sem lýsir sjálfum sér (sjálfhverfni?) á þennan hátt: "Áhugasamur um fréttir. Gagnrýnin umbótamaður með umburðarlyndi að leiðarljósi, alla daga."

Áfram Ragnhildur og allir hinir! Bloggið um það sem stendur hjarta ykkar næst - ef þið viljið. Ykkar er bloggið!

Viðar Eggertsson, 7.9.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Já,  mitt er bloggið! Að minnsta kosti þetta blogg. Ég sinni því ekki alla daga, en hef gaman af að henda einhverju smotteríi hérna inn af og til.

Sjálf nenni ég ekki að lesa blogg þeirra sem höfða alls ekki til mín, hvað þá ef ég rækist á blogg sem hneykslaði mig alveg ægilega ;) Og furðulegur fjári að fólk skuli finna sig knúið til að gefa manni sérstaka einkunn af því tilefni, í stað þess að hætta einfaldlega að lesa. En ég missi engan svefn yfir því og held áfram að blogga. Eins og mér hentar.

Takk fyrir.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.9.2008 kl. 12:59

8 identicon

Bara snilld, fleiri tvíburasögur takk, þær virka... enda geng ég reglulega í endurnýjun lífdaga við lestur þeirra.  Enda með eindæmum, óendanlega sjálfhverfur tvíburi á ferð!

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 16:02

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Út af með dómarann!

Takk fyrir færslu og allar þínar góðu færslur.

Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:19

10 identicon

Mér finnst frábært að geta fylgst með litlu frænkum mínum, sérstaklega þegar ég er erlendis og sakna íslands. Vildi að öll fjölskyldan myndi gera þetta!

bestu kveðjur

Matthildur frænka (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:26

11 identicon

Takk fyrir frábært blogg um tvíburana og fjölskyldulífið.  Mér þykir vænt um að  fá að lesa  þín skemmtilegu skrif.  Hafið það allar sem best.  Hjartans kveðjur. 

Auður

Auður (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 21:01

12 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Takk, takk og takk barasta

Og Matthildur, það stefnir í að þú verðir yfirreddari frístundaheimilislausra systra í vikunni. Þeim finnst það sko ekki slæm tilhugsun

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.9.2008 kl. 21:20

13 identicon

Ja hérna hér. Gamall kjánahrollur læðist að mér þegar ég sé komment á blogg frá pirruðu fólki. Þetta er eitthvað svo kómískt og hallærislegt. Hvað er þetta fólk að eyða tíma sínum í að lesa bloggið í fyrsta lagi og í öðru lagi að eyða tíma í að kommentera á það. Veriði heima hjá ykkur!

Hvað sem öðru líður þá er ég að minnsta kosti fyrir löngu farin að gera ákveðnar kröfur á bloggið þitt Ragnhildur mín. Vil helst af öllu að það sé ný og fersk færsla á hverjum degi fyrir mig að lesa. Jæja en allt í lagi, fyrst þú vildir endilega fara að vinna svona þá skal ég slaka aðeins á. Annars finnst mér þetta bara bölvað vesen hjá þér að vera að þessu vinnustússi.....

Olla (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 10:45

14 identicon

Hefur einhver tekið eftir þvi að þessi fjölskylda sé öðruvísi?

Ég les ekki bloggið þitt með þeim formerkjum.

Ég á son sem ég ól upp án föður, hann fattaði að öðruvísi fjölskyldumynstur en okkar tíðkuðust

Í dag er hann SANNUR karlmaður

Hildur (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband