7.9.2008 | 21:40
Listaspírur
Systur voru lukkulegar að fá loks Latabæ aftur. Þeim finnst áskrift að Stöð 2 borga sig, bara vegna Latabæjar. Við mæðurnar erum enn að melta þetta með okkur, en getum að vísu alveg hætt að velta vöngum í bili, búnar að skuldbinda okkur með áskrift í marga mánuði.
Við gerðum fátt í dag, sem er afskaplega gott á sunnudögum. Skruppum að vísu á Kjarvalsstaði, þar sem Margrét fór ýmist alveg ofan í myndirnar hans, eða stikaði langt í burtu til að njóta þeirra úr fjarska. Henni fannst mjög merkilegt að sjá mosa og hraun og fossandi ár út úr myndunum í fjarska og svo öll þessi ótrúlegu smáatriði og pensildrætti í nálægð.
Við fórum líka á Listasafn Reykjavíkur og þar fannst þeim skemmtilegra. Stóll sem hangir í rafmagnsgítarstrengjum, herbergi með ljómandi stjörnum og annað sem var upplýst með skærum flúorljósum í bleiku, grænu og fjólubláu. Eintóm hamingja.
Afi Torben og amma Magga komu í mat í kvöld. Systur voru kokhraustar og vildu fara út eftir matinn, að leika við vinkonur sínar. Við rákum þær í hátt og þær eru löngu farnar að hrjótaþ
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hólí mólí, 12 mánaða binditíminn var einmitt að renna út hjá okkur, og ekki mínútu of seint - þvílíkt vesen að draga HH frá sjónvarpinu á morgnana (þegar hún á að vera að búa sig í skólann) og að "bíða" eftir að Simpson og Friends væru búnir á kvöldin (það má alls ekki segja Vinir á þessu heimili, það þykir mjög púkó ). Svo var það Næturvaktin í fyrra, sem mér fannst nú ekkert barnaefni, og Idolið, Extreme Makeover: Home Edition, Amazing Race og allar bíómyndirnar á Bíórásinni og what not. Áskriftin rann út sl. föstudag og ég hef tekið við daglegum skömmum síðan, eiginlega einelti ... hins vegar byrjaði þetta vesen ekki fyrir alvöru fyrr en í 3. bekk svo kannski bjargast þetta hjá ykkur, hún "frétti" t.d. ekki af barnatímanum á morgnana fyrr en í fyrrasumar, hélt því vandlega leyndu fram að því, ekki láta það spyrjast út!
hke (frú-2) (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:44
Úff, ég hafði nú ekki hugmynd um að Stöð 2 væri með barnatíma á virkum dögum!
Systrum verður ekki sagt frá því.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.9.2008 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.