Listaspírur

Systur voru lukkulegar að fá loks Latabæ aftur. Þeim finnst áskrift að Stöð 2 borga sig, bara vegna Latabæjar. Við mæðurnar erum enn að melta þetta með okkur, en getum að vísu alveg hætt að velta vöngum í bili,  búnar að skuldbinda okkur með áskrift í marga mánuði.

Við gerðum fátt í dag, sem er afskaplega gott á sunnudögum. Skruppum að vísu á Kjarvalsstaði, þar sem Margrét fór ýmist alveg ofan í myndirnar hans, eða stikaði langt í burtu til að njóta þeirra úr fjarska. Henni fannst mjög merkilegt að sjá mosa og hraun og fossandi ár út úr myndunum í fjarska og svo öll þessi ótrúlegu smáatriði og pensildrætti í nálægð.

Við fórum líka á Listasafn Reykjavíkur og þar fannst þeim skemmtilegra. Stóll sem hangir í rafmagnsgítarstrengjum, herbergi með ljómandi stjörnum og annað sem var upplýst með skærum flúorljósum í bleiku, grænu og fjólubláu. Eintóm hamingja.

Afi Torben og amma Magga komu í mat í kvöld. Systur voru kokhraustar og vildu fara út eftir matinn, að leika við vinkonur sínar. Við rákum þær í hátt og þær eru löngu farnar að hrjótaþ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hólí mólí, 12 mánaða binditíminn var einmitt að renna út hjá okkur, og ekki mínútu of seint - þvílíkt vesen að draga HH frá sjónvarpinu á morgnana (þegar hún á að vera að búa sig í skólann) og að "bíða" eftir að Simpson og Friends væru búnir á kvöldin (það má alls ekki segja Vinir á þessu heimili, það þykir mjög púkó ). Svo var það Næturvaktin í fyrra, sem mér fannst nú ekkert barnaefni, og Idolið, Extreme Makeover: Home Edition, Amazing Race og allar bíómyndirnar á Bíórásinni og what not. Áskriftin rann út sl. föstudag og ég hef tekið við daglegum skömmum síðan, eiginlega einelti ... hins vegar byrjaði þetta vesen ekki fyrir alvöru fyrr en í 3. bekk svo kannski bjargast þetta hjá ykkur, hún "frétti" t.d. ekki af barnatímanum á morgnana fyrr en í fyrrasumar, hélt því vandlega leyndu fram að því, ekki láta það spyrjast út!

hke (frú-2) (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Úff, ég hafði nú ekki hugmynd um að Stöð 2 væri með barnatíma á virkum dögum!

Systrum verður ekki sagt frá því.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 8.9.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband