Hollt

Systur eru farnar að æfa fótbolta með Víkingi, eftir tvö ár sem Valsarar. Áður en Linda yfiráróðursmeistari og innrætari Vals rekur upp ramakvein vil ég taka fram að um annað var hreinlega ekki að ræða! Nóg er nú skutlið á þessum krílum fyrst þær komast ekki í frístundaheimili, án þess að líka sé verið að fara með þær út úr hverfinu í fótbolta.

Ég sótti þær á æfinguna áðan, systur og Töru. Þær  börðust eins og ljón á vellinum, að sjálfsögðu. Núna fengu þær að horfa aðeins á barnatímann. Og eftir Latabæjarskammt í gær og fótbolta í dag var auðvelt að fá þær til að moka í sig gúrku, gulrót og vínberjum.

Held að ég verði að fá mér eitthvað óhollt til að jafna þetta út. Annars gætu straumar í húsinu riðlast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, láttu börnin "sukkjafna" fyrir þig, langskemmtilegast

hke (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe patent ! ég get þá bara hundunum gulræturnar mínar og fæ mér súkkulaði

Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 21:33

3 identicon

Svona er lífið ! Ég hef verið að búa mig undir þetta og verða að sætta mig við þetta en ég veit að Valshjartað verður alltaf til staðar og ég get líka unnt Víkingum að fá þessar kjarna konur í hópinn á 100 ára afmælinu ekki veitir af.   Uff hvað maður hefur þroskast !!! En bestu kveðjur til fótboltastelpnana og ............

Áfram Valur!!!!

Linda Ósk (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Bjarni Baukur

Afsakið. Ég biðst afsökunnar athugsaemd sem ég skrifaði hér um kvöldið um þig og þína fjölskyldu. Ég get ekki gefið neina haldbæra skýringu á þessu: aðra að ég var eitthvað vanstilltur þetta kvöld, önugur og geðvondur. Ég er miður mín yfir þessu.

Ég er í eðli mínu umburðalyndur og frjálslyndur.

Vona að  ég hafi ekki valdið þér hugarangri eða leiða.

Gangi þér vel með börnin þín og fjölskylduna.

kv bjarni baukur

Bjarni Baukur, 9.9.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Linda, þú sýnir ótrúlegan þroska, ég veit að þetta er ekkert auðvelt fyrir Valsarann.

Bjarni Baukur, þakka þér kærlega fyrir þetta seinna innlit. Það er létt að fyrirgefa augnabliks vanstillingu. Megi þér sjálfum ganga allt í haginn.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.9.2008 kl. 16:53

7 identicon

Loksins komnar í rétta félagið !!!!!

Bestu kveðjur og.......

Áfram víkingur en ekki hvað !!

kv Rósa

Sigurrós Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:14

8 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Hvernig læt ég!!? Auðvitað ert þú Víkingur, Rósa!

Verð að segja systrum þetta, þær eru nefnilega ekki enn alveg sáttar við skiptin.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.9.2008 kl. 13:26

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það fór sem mig grunaði: Systur voru alsælar að frétta að Rósa væri Víkingur. Þær misskildu mig að vísu fyrst og voru himinlifandi að hún væri flutt í hverfið og vildu fara í heimsókn strax. En sættu sig svo við að hún væri Víkingur frá fyrri tíð. Takk fyrir þetta, Rósa

Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.9.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband