10.9.2008 | 21:11
Minni
Systur löbbuðu heim með Töru í dag og áfram á fótboltaæfingu. Þær eru óðum að sætta sig við skiptin yfir í Víking, enda annað varla hægt þegar Tara, Marta María, Halldóra og fjölmargar aðrar vinkonur æfa með þeim.
Um síðustu helgi keyptum við nýja fótboltaskó. Þær spretta auðvitað svo hratt að skórnir sem þær notuðu innanhúss síðasta vetur eru löngu orðnir of litlir. Rétt eins og takkaskórnir frá í sumar munu ekki lifa annað sumar.
Systur völdu sér báðar gyllta skó. Gott hjá þeim að tryggja sér gullskóinn strax!
Við kvöldmatarborðið snerust samræðurnar aðallega um maura. Guð má vita af hverju. Samræðulistin á þessu heimili fer stundum óskiljanlega vegu. Margrét þurfti að vita allt um mauraætur og svo fóru þær að rifja upp kynni sín af maurum. Við Kata urðum mjög undrandi þegar þær fóru að rifja upp atvik frá Bandaríkjaferð okkar sumarið 2005. Ég hélt nú svei mér þá að kríli myndu ekki svona langt aftur. En bunan stóð út úr þeim, þær mundu eftir að hafa gert tilraun hvort maurarnir vildu frekar smáköku en appelsínu (þeir vildu appelsínuna) og að þeir voru rauðir, gulir og grænir eftir krítina sem þær lituðu með á stéttina fyrir framan húsið heima hjá Jen, Suze og Bryce.
Neyðarlegt hvað ég var sjálf lengi að rifja þetta upp.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kenni koníaki og langri leigubílaferð í 101 um
hke (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:38
Ég missi nú æruna ef þú heldur áfram að kommentera hér, hke! Gættu þín bara, ég man nú ýmislegt!!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 10.9.2008 kl. 23:09
Já, nei, nei. Öss. Þú ert það sem kallast 'óáreiðanlegt vitni'.
hke (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:06
Og þú rifjar upp tæplega 30 ára atburði! Ef ég man rétt, sem er auðvitað stóra spurningin.
Ertu komin í sagnfræði?
Ragnhildur Sverrisdóttir, 11.9.2008 kl. 00:12
Já, þú ert nú svo prúð í seinni tíð að gamlir annálar eru það eina sem hægt er að styðjast við
hke (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.