Hreyfing

Nú virðist fólk farið að bretta upp ermarnar í ráðhúsinu:

Börnum á biðlistum eftir plássi á frístundaheimilum í borginni hefur fækkað úr ríflega 1.400 í ríflega 1.000 frá því í liðinni viku. Meginástæðan fyrir þessum góða árangri er að tekist hefur að ráða fleiri starfsmenn til starfa á frístundaheimilin.

Borgarráð samþykkti í dag samhljóða að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, að fela sviðsstjórum ÍTR og menntasviðs að leiða vinnu við gerð tillagna um hvernig leysa megi manneklu og aðstöðuvanda frístundaheimila í borginni. Markmiðið er að tryggja sem flestum börnum á aldrinum 6 – 9 ára fjölbreytt frístundastarf eftir að skólastarfi lýkur á daginn. Nú hafa 1.800 börn fengið vistun á frístundaheimilunum. Vegna manneklu bíða ríflega 1.000 börn enn eftir plássi á heimilunum.

Tillaga borgarstjóra gerir ráð fyrir að brugðist verði við ástandinu með því að fela sviðsstjórum ÍTR og menntasviðs að leiða vinna við gerð tillagna til að leysa vanda frístundaheimilanna bæði hvað varðar manneklu og aðstöðu innan grunnskólanna. Leitað verður leiða til að efla og samþætta störf sviðanna auk skóla og frístundaheimila í þessu skyni. Jafnframt verða kannaðar fjölbreyttar lausnir varðandi rekstur frístundaheimilanna svo sem með samstarfi við félagasamtök, íþróttafélög og aðra.

Auk sviðsstjóra ÍTR og menntasviðs og fulltrúa umræddra ráða munu sérfræðingar ÍTR og sérfræðingar innan skólakerfisins vinna að gerð tillagnanna. Náið samráð verður haft við mannauðsstjóra Reykjavíkurborgar sem og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hvað varðar hugsanlegar breytingar á vinnuumhverfi starfsmanna.

Þetta hlýtur að vera góðs viti. Koma svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég skal hoppa hæð mína þegar efndirnar verða áþreifanlegar.

Jájá.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur til þín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:58

3 identicon

það sem veldur mér undran er það að borgaryfirvöld skuli ákveða, þegar þrjár vikur eru liðnar af skóla og fyrirfram vitaður vandi er í hámæli, að fela þessum aðilum að leiða vinnu við gerð tillagna til að leysa vanda!!!!!

leiða vinnu við gerð tillagna til að leysa vanda sem hefur verið gríðarlegur síðustu þrjár vikur og vitað var að yrði?

Af hverju var ekki farið í að leiða vinnu við gerð tillagna í vor?

helga vala (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Rétt, Helga Vala, það er nú ekki hægt að segja að viðbragðsflýtirinn sé stórkostlegur. Ætli ástandið á bænum hafi ekki bara verið með þeim hætti að fólk hafi verið að hugsa um allt annað í vor? Það mætti segja mér það.

En ég hef trú á Hönnu Birnu í þessu máli.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 12.9.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband