Í Söngvaborg

Systur eru að bræða úr sér af spenningi þessa dagana. Þær fá að vera með í Söngvaborg með Siggu Beinteins og Maríu Björk, Mása ofurbangsa og öllu því gengi.

Þær horfðu á Söngvaborg þegar þær voru litlar. Þá kvörtuðu þær sáran að fá ekki að vera með að syngja og dansa. Svo hættu þær að suða um það og létu eins og þær væru orðnar allt of fullorðnar fyrir svoleiðis lagað. Rígrosknar bara.

Þegar Sigga bauð þeim í síðustu viku að vera með trylltust þær úr kæti, svo fullorðinsgríman var greinilega afskaplega þunn.

Núna hlusta þær út í eitt á disk með lögunum, æfa sporin, fyrirskipa kaupa á kúrekahöttum o.fl. Upptökur verða í næstu viku, svo það er eins gott að hafa þetta allt á hreinu.

Síðasta föstudag var náttfatapartý hjá Mörtu Maríu og þar var gengið: Gestgjafinn, systur og Tara. Þær horfðu á mynd "og svo settum við pásu og fórum upp og fengum að borða og það var píta í matinn og svo fórum við aftur niður og horfðum meira á myndina en fyrst höfðum við diskópartý og veistu bara hvað hún Marta María á svona diskókúlu og allt og svo gleymdi ég að segja eitt, við fórum nefnilega allar í heita pottinn og svo....."

Einhvern veginn svona var lýsing Elísabetar. Hún tilkynnti á laugardagsmorgun, þar sem þær vinkonurnar sátu allar á náttkjólum og horfðu á barnatímann, að þetta væri "notalegasti dagur lífs míns". Hvorki meira né minna.

Á laugardagskvöld fórum við Kata að fagna með Möggu systur fimmtugri. Merkilegt hvað hún er, kellingin. Systur voru á meðan hjá afa Torben og ömmu Möggu. Sem var hið mesta þjóðráð, því þær voru auðvitað örmagna eftir stuðið hjá Mörtu og fóru létt með að sofa í hálfan sólarhring í rólegheitunum hjá afa og ömmu.

Þær vildu líka hafa það náðugt með okkur á sunnudeginum. Við bökuðum brownies, fengum Knút frænda og uppáhaldsfrændsystkinin í heimsókn, höfðum almennilega sunnudagssteik og fórum svo í dálítinn göngutúr um hverfið, til að bæta meltinguna. Tara kom auðvitað með, en Marta María var full ábyrgðarkenndar heima hjá sér að svæfa litla bróður og fékkst ekki til að koma með.

Logalandsgengið er í góðu formi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottar stelpur.   Þær verða þá í einum jólapakkanum frá mér í ár

Sigrún Jónsdóttir, 15.9.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband