1.10.2008 | 23:50
Þeytingur og þema-kvöld
Sjaldan hef ég verið slappari að blogga.
Það er nú samt af nógu að taka. En ég veit ekki hvort ég myndi nokkru sinni hætta ef ég byrjaði á Glitni, forsetanum og öllu því öðru sem fer með skap almennilegs fólks.
Best ég haldi mig bara við systur.
Þær eru í fantaformi, spurðu að vísu um daginn hvað kreppa væri og ég fór eitthvað að þvælast fram og til baka með skilgreiningu. Kolla samstarfskona mín greip fram í og sagði þeim að kreppa væri að eiga ekki peninga. Það er áreiðanlega besta og einfaldasta skýringin.
Frístundaheimilisbömmerinn heldur áfram. Tara klíkufélagi er komin inn þrjá daga í viku, en við Kata erum orðnar vonlitlar. Þetta reddast nú allt saman. Í gær reddaðist það þannig að ég náði í þær klukkan 2 í skólann og þær sátu hjá mér í vinnunni að klára heimaverkefni, fengu mjólk og kleinuhringi og fóru svo í fimleika, en þangað sótti Dóra Mörtumamma þær og restina af Logalandsgenginu. Svona er þetta þessa dagana, alla daga. Systrum finnst þetta jafn frábært og mér finnst það glatað!
Þær eru alsælar að vera byrjaðar aftur í gítartímum. Þá hitta þær líka Evu Berglindi af gamla leikskólanum aftur. Hún kom í heimsókn á sunnudaginn. Sem þýddi að ég var skikkuð í kanelsnúðabakstur. Tara bættist i hópinn. Og Marta María. Og Stefán.... Þetta urðu ansi margir kanelsnúðar fyrir rest
Stefán bekkjarbróðir þeirra er nú meira krúttið. Hann er svakalegur orkubolti og svoleiðis gaurum fylgja alltaf einhverjar hrakfallasögur. Fyrir nokkrum vikum var hann allur krambúleraður eftir að hafa hjólað á fullri ferð á ljósastaur. Systur rifjuðu þetta upp síðast þegar þau hittust og spurðu hvort þetta hefði ekki verið sárt. "Jú, þetta var sko miklu verra en að handleggsbrotna!" svaraði litli töffarinn, ýmsu vanur Yndislegastur.
Systur fara til afa og ömmu á morgun eftir skóla, sem er alltaf jafn ljúft, því þar er svo rólegt og gott að þær koma afslappaðar og undurglaðar heim. Á föstudaginn ætlar Magga systir að sækja þær í skólann og dekra við þær frameftir degi. Heppnar þessar stelpur - og við - að eiga svona marga góða að.
Sjálf er ég heldur tætt suma dagana. Í gær ætlaði ég á fund með krílaforeldrum í Víkingi. Nú eða Kata, við vorum ekki búnar að ákveða hvor fengi þann heiður. Og mundum svo næst eftir fundinum rétt fyrir svefninn! Arg!!
Frú Urr hin upplýsta kom reyndar í heimsókn í gærkvöldi, svo okkur leiddist ekkert. Hún var að bera í okkur potta og skálar eftir Georgíu-matarklúbbinn mikla á dögunum. Matarklúbburinn sá var semsagt fyrir allt bankaævintýrið. Ástandið í Georgíu var klúbbfélögum þess vegna efst í huga, svo frú Urr gúglaði georgískar uppskriftir og klúbbfélagar steiktu, mölluðu og bökuðu allan laugardaginn. Svo borðuðum við tímunum saman, bölvuðum Saakashvili Georgíuforseta í sand og ösku og sungum tregafulla söngva frá Suður-Ossetíu.
OK, OK, við vorum kannski ekki aaaaalveg svona meðvituð. En elduðum alla vega mat frá Georgíu. Og frú Urr á ótrúlegt samsafn af stórundarlegri músík frá austurhluta Evrópu eftir áralangar tilraunir sínar til að tryggja öryggi þess heimshluta.
Þetta var góður matarklúbbur. Við höfum yfirleitt svona þema. Einu sinni var ítalskt kvöld, sem varð nánast að sólarhring af því að við vorum svo lengi að gera pastað frá grunni og allt sem við átti að eta. Svo var indverskt. Og þetta rússneska var þrekraun, það byrjaði svosem nógu sakleysislega með blini og kavíar, en við erum hreinlega ekki nógu hraust til að þola rússneska drykkjusiði. Þess vegna höfum við bara haft rússneskt í þetta eina skipti.
Hvað næst? spyr maður sig. Og þorir varla að leiða hugann að svarinu.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
knús á ykkur og eitt fallegt bros
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.10.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.