Snjór

Systur voru á leið í háttinn þegar við sáum að farið var að snjóa úti.

Þær ærðust af fögnuði og við Kata vorum líka mjög kátar (og vonuðum að systur heyrðu engan falskan tón í fagnaðarlátunum Wink )

Þær gátu auðvitað ekki farið strax að sofa, heldur fóru í úlpu og stígvél og út í garð. Þar hnoðuðu þær snjóbolta og grýttu í mig. Sem var allt í lagi, því ég var inni og boltarnir sem skullu á rúðunni sköðuðu mig lítið.

Ég lýsti áhyggjum mínum af Litla kúluskít (sem heitir formlega Ford Ka), sagði að ég væri í vondum málum ef hann fennti í kaf. Og þyrfti nú ekki mikið til þess.

Þær ruku fram fyrir hús, til að skoða bílinn á bólakafi í snjó, en auðvitað var ástandið ekki svo slæmt.

Í morgun voru þær fljótar með morgunmatinn og drifu sig svo út að bursta af bílnum. Þeim fannst það alveg tilvalið, svona áður en þær færu í skólann. Og fegin var ég.

Snjórinn er víst góður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ohhhh ekki fagnaði ég!!! Og ekki var ég par ánægð þegar ég þurfti að sópa og skafa í morgun. Og keyra í flughálku!!!!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband