3.10.2008 | 19:00
Flýtum okkur!
Magga systir sótti systur eftir skólann í dag og fór með þær heim til sín. Þar tróðu þær sig út af brauði og fínu bakkelsi.
Svo ákváðu þær þrjár að kíkja til afa og ömmu. Elísabet rak mjög á eftir Möggu frænku sinni þegar þær komu út í bíl: "Við verðum að flýta okkur, afi Ís er alltaf svo stundvís"!
Hún er löngu búin að læra að það er hægt að stilla klukkuna eftir afa Sverri. Og að hann hefur litla þolinmæði með fólki sem segist ætla að kíkja í heimsókn klukkan þrjú og kemur svo kannski heilum tíu mínútum síðar.
Hjá afa Ís og ömmu Deddu var svo rólegt að værð sveif á þær systur. Þær skriðu upp í stofusófa og steinsofnuðu báðar tvær í hálftíma. Magga sagði að það hefði verið dálítið erfitt að fá þær til að opna augun og klæða sig í fimleikabúningana.
Þegar ég sótti þær í fimleikana var öll syfja runnin af þeim. Þær fóru heim til Töru til að bíða eftir Kötu, en ég fór aftur í vinnuna. Kata ætlar með þær í "náttfatasund" sem er mikill lúxus. Þá fá þær að fara beint í náttkjólana eftir góðan sundsprett, fá svo pylsu og ís og skríða örmagna heim í rúm.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, enda lýsti Elísabet því yfir að þetta væri besti dagur lífs hennar.
Hún segir það alltaf þegar henni líður vel
Ragnhildur Sverrisdóttir, 3.10.2008 kl. 21:25
Þetta er eins og að lesa Þórberg. Ég myndi gjarnan vilja borða stundv-ís með pabba þínum.
Kveðja
Ben.Ax.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 3.10.2008 kl. 21:31
Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 16:53
Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 22:51
Stundv-ís bragðast best. Spurðu bara pabba
Takk fyrir innlitið.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.10.2008 kl. 23:59
Þetta gerði ég stundum með mínum stelpum í þá gömlu góðu; sund og beint í náttfötin.
En nú eru þetta unglingar sem vilja ekki einu sinni ganga með mömmu sinni til góðs.............ég nefndi í síðustu viku að við ættum nú að skrá okkur hjá Rauða krossinum og gang í hús s.l. laugardag. Ekki að nefna það...... ég endaði bara á að hringja í síma RK og gefa þannig
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.10.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.