6.10.2008 | 22:02
Hamingjan er ekki nammi
Dóra Mörtumamma sótti Logalandsgengið í fótbolta og fór með þær heim. Þegar ég skrölti heim úr vinnunni bauð hún mér yfir. Kata kom stuttu síðar og Thelma Törumamma bættist í hópinn í kjölfarið.
Það var gott að vera í góðra vina hópi eftir þennan hörmungardag. Hérna tengjast vinafjölskyldur Glitni og Landsbanka, svo gott pizzakvöld með stelpunum okkar -og Stebba litla ofurkrútti- var akkúrat það sem við þurftum.
Þegar við komum heim tóku við umræður um kreppu, hvaða fyrirbæri þetta væri og hvernig ætti að taka á því. Við útskýrðum mál, en ekki í neinum smáatriðum, enda eru systur bara 7 ára og á þeim aldri eiga börn ekki, mega börn ekki, velta fyrir sér fjármálum, hvort sem er á familíuskala eða þjóðarbús. Þær voru líka pollrólegar, systurnar.
Eitthvað hefur dramatík dagsins þó síast inn, því Margrét spurði fyrir svefninn hvort kreppa þýddi að þær mættu ekki fá nammi í margar vikur. "Það er sko allt í lagi, ég þarf ekkert að fá nammi," sagði krúttið og þá hófust aftur umræður um að fólk ætti ekki að mikla fyrir sér vandann. Við hefðum allt sem við þyrftum til að vera hamingjusamar.
Systur voru sammála því og sofa svefni hinna réttlátu.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar allar í Logalandinu .Þær eru algjörir krúttmolar þessar skvísur ,bestu kveðjur úr Kleifarás Ásthildur
asthildur frænka (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:14
Sæl systir.
Við þurfum að stefna Logalandinu og Kleifarásnum saman á næstunni, það gengur ekki að hver potist í sínu horni alla daga!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.10.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.