Súkkulaði

Ásthildur systir bjargaði málum í gær og var með systur frá skóla og fram að fimleikum. Ég sótti þær í fimleikana og þegar heim kom hurfu þær í sístækkandi klíkuna. Það voru ekki bara þær, Marta og Tara, heldur Halldóra, Stebbi, Jens og örugglega einhverjir fleiri.

Þær flugu svo inn úr dyrunum og tilkynntu að þær yrðu að skipta um föt fyrir brúðkaupið. Það var sem sagt búið að blása aftur til brúðkaups heima hjá Jens. Núna ætluðu Tara og Stefán að ganga í það heilaga og Elísabet ætlaði að vera prestur, eins og þegar hún pússaði Jens og Margréti saman. Hún endurtók það reyndar líka í gær, því þau hrifust með stemningunni og giftust í annað sinn á örfáum mánuðum.

Í dag var Magga systir í hlutverki reddarans, sótti systur í skólann og fór með þær heim. Þar stoppuðu þær stutt, enda vissu þær að afi Ís og amma Dedda voru með nýbakaða súkkulaðiköku á Einimelnum. Þær lásu líka heima, Margrét fyrir Möggu frænku og Elísabet fyrir ömmu sína. Báðar vildu ólmar sýna hvað þær eru orðnar fluglæsar og kláruðu bækurnar sínar.

Þegar ég sótti þær voru þær alsælar, úttroðnar af súkkulaðiköku og hvor með sitt suðusúkkulaðistykkið. Eins og alltaf þegar afi Ís fær að ráða. Sem er alltaf.

Einu sinni maldaði ég í móinn þegar þær höfðu hástemmdar lýsingar eftir afa sínum á því hversu ótrúlega hollt suðusúkkulaðið væri, allra meina bót og ekki hægt að fá nóg af því. Það er löngu glötuð barátta. Ég verð hins vegar að muna að spyrja pabba hvernig stendur á því að hann borðar það ekki sjálfur.

Við laumuðumst til að vaka aðeins lengur en lög gera ráð fyrir í kvöld. Kata hvarf á kvöldfund og við hreinlega nenntum ekki kvöldverkunum strax. Kósý.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband