Leti?

Við Kata fórum á foreldrafund í dag. Erla kennari hafði ekkert nema gott um stelpukrúttin að segja, eins og við reiknuðum auðvitað með InLove

Lífið gengur sinn vanagang, sem er auðvitað stórmerkilegt eftir heimsendi. Systur fengu bréf í dag um að þær væru loks komnar inn í frístundaheimilið. Þær eru alsælar, enda Tara og Marta María báðar komnar inn. Við verðum að semja við afa og ömmu um að þær komi áfram til þeirra alla vega einu sinni í viku. Systur njóta þess og ég held að afi og amma séu ekkert sérstaklega leið yfir þeim heimsóknum. Annars erum við enn að púsla þessu saman, þær eru í fimleikum og fótbolta og knúsað að koma því heim og saman við frístundaheimilið..... Þetta leysist, eins og annað. Ég er alla vega viss um að Hanna Birna borgarstjóri er lukkuleg með stöðu mála. Ég þarf ekki að hóta því lengur að senda systur heim til hennar í pössun!

Kata skammar mig fyrir bloggleti þessa dagana og það má auðvitað til sanns vegar færa. Eitthvað verður nú undan að láta í fjörinu á Mogganum þessa dagana!

Um næstu helgi verður Sunnudagsmogginn í nýjum búningi. Fullur af góðu stöffi, því lofa ég. Það er gaman að koma þeim breytingum á koppinn og svo ætlast ég til að fá gríðarlega mikil (og góð) viðbrögð frá bloggvinum. Hafið það!

Áhugaverðir tímar! Áhugaverðir tímar! Áhugaverðir tímar! (þetta er mantran mín þessa dagana og svo miklu uppbyggilegri en eilíft krepputal. Eða getur einhvern mælt því í mót að þetta séu áhugaverðir tímar? Neibb, hélt ekki)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru eiginlega OF áhugaverðir tímar.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Ragnheiður

Hlakka til að sjá sunnudagsmoggann næst. Ég er forfallin moggakelling...

Trúi þvi að afi og amma sakni systra en ég hefði ekki vorkennt Hönnu Birnu neitt að passa þær tvær

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 06:58

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mun kynna mér nýja Moggann og tuða hér endalaust og botnlaust á síðunni þinni mín kæra bloggvinkona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:57

5 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið, mátt knúsa gengið frá okkur, Elísabetu, Margréti, Töru og Mörtu Maríu.. :)

Kv, Saga og Hansi í Danmörku

Saga Steinsen (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Á þessum áhugaverðum tímum er gaman að fá athugasemdir, jafnvel þótt í þeim felist hótun um að "tuða hér endalaust og botnlaust!"  Megi knúsið lifa, í hvaða formi sem það svo kemur.

Systur voru afskaplega lukkulegar með kveðjuna frá Danmörku, takk fyrir það, Saga og Hansi uppáhaldsleiðbeinendur

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.10.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband