Nóg komið af víkingum!

Pistill í Mbl. 21. okt 

Nú ríkir tími samstöðu. Um það eru allir sammála og geta nefnt um það fjölmörg dæmi. Við eigum að bíta á jaxlinn og þá erum við enga stund að sigla upp úr öldudalnum. Bíta á jaxlinn og vona að við þurfum ekki að leita til tannlæknis á næstunni, því heimilisbókhaldið gerir ekki ráð fyrir slíku.

Gott og vel. Það er satt best að segja ekki hægt að greina annað en Íslendingar ætli að harka af sér og taka því sem að höndum ber með eins miklu jafnaðargeði og okkur er frekast unnt. Það gerum við af illri nauðsyn, en ekki vegna þess að við séum öðrum þjóðum fremri í æðruleysi og dugnaði.

Við megum nefnilega ekki missa okkur strax aftur í fjálglegar yfirlýsingar um hversu mjög við berum af öðrum þjóðum. Aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum hörmungartíma og svo miklu, miklu skelfilegri en efnahagslegar þrengingar. Í okkar eigin heimsálfu hafa geisað styrjaldir, sem sumar hafa vissulega snert okkur, einhverjar lítillega en aðrar ekki neitt.

Við skulum hætta að vísa til forfeðra okkar, sem lifðu við sult og seyru og láta eins og þaðan sé komin einstök seigla, sem öðrum þjóðum er ekki gefin. Eða höfum við ekki öll fengið nóg af samlíkingunum við hugprúða víkinga, sem vega mann og annan, standa ósárir eftir og berjast áfram fram í rauðan dauðann?

Það fer um mig hrollur þegar fólk ætlar að vera svo ofurjákvætt að það heldur því jafnvel fram að við Íslendingar getum kennt öðrum þjóðum hvernig takast eigi á við erfiðleika í lífinu. Sannleikurinn er sá, að þjóðin hefur verið vandlega vafin í bómull á undanförnum árum og fjölmargar aðrar þjóðir eru betur undir það búnar að takast á við erfiðleika. Væri ekki ráð að leita í smiðju þeirra? Hætta að láta eins og við getum enn eina ferðina fundið upp hjólið, viðurkenna vanmátt okkar og leita aðstoðar okkur fróðari og reyndari? Frændur okkar Norðmenn og Svíar lentu í miklum fjárhagskröggum fyrir ekki svo ýkja löngu og náðu að rétta úr kútnum, svo við gætum byrjað á að leita til þeirra. Það þætti mér styrkleikamerki fremur en hitt. Það er enginn kostur að þumbast við og berja höfðinu við steininn.

Nú er það ekki svo að ég efist um að þjóðin komist upp úr þessum margumrædda öldudal. Ég er sannfærð um það. Skólakerfið okkar er ekkert að hrynja, félagslega stoðkerfið er á sínum stað og heilbrigðiskerfið líka, náttúruauðlindirnar og menningin. Grunnurinn er traustur, enda var hann fastur hér á landi og ekki hægt að selja hann í vafningum og afleiðum til útlanda.

Ég er sannfærð um að við náum aftur vopnum okkar af því að við erum vel menntuð og bjargálna þjóð, þrátt fyrir allt. Það hefur ekkert með þá staðreynd að gera að í eina tíð bjuggu hér vígreifir víkingar og langsoltnir langalangafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinþór Ásgeirsson

Heyr heyr

Steinþór Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 16:35

2 identicon

Sammála.

Stella (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:23

3 identicon

Hjartanlega sammála.

Þóra (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:39

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir góðan psiitil. Tek undir þetta ;)

Marta B Helgadóttir, 22.10.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband