22.10.2008 | 22:04
Stuð
Systur voru á frístundaheimilinu í dag. Alsælar að vera komnar þar inn, þótt þær hafi að vísu mótmælt pínulítið að eiga að vera þar allan daginn, enda foreldradagur í dag. Á morgun tekur svo við vetrarfríið.
Þær voru reyndar ekkert óskaplega lengi á frístundaheimilinu. Kata sótti þær snemma og puntaði og svo brunuðum við allar á áttræðisafmæli Bettýar frænku síðdegis. Þar voru glæsilegar veitingar og Bettý í besta formi. Það er ekki á henni að sjá að hún sé orðin áttræð! Margir áratugum yngri gætu prísað sig sæla yfir frískleikanum og fjörinu.
Eftir afmælið brunuðum við heim til Siggu frænku að fá eintak af nýja Söngvaborgardisknum. Og beint heim að horfa. Tara bættist í hópinn og Thelma mamma hennar líka. Svo sátum við allar og horfðum á stelpuskottin þrjú syngja og dansa á skjánum. Við Thelma sáum að vísu ekki allt, því stundum misstu þær litlu alveg stjórn á sér, stukku á fætur og sungu og dönsuðu fyrir framan sjónvarpið.
Eftir stuðið gat Tara auðvitað ekki farið heim, enda súperskemmtikraftatríóið enn í fullu fjöri. Hún ætlar að gista, en auðvitað er málið ekki svo einfalt að henda bara einni dýnu á gólfið inni hjá systrum. Nei, þær þurfa allar að sofa á dýnum á gólfinu.
Best að vinda sér í framkvæmdir.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hvers að flókna hluti einfalda? Ég bara spyr.
Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:44
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.