Hvað er að sjá blessað barnið með gleraugu?

Elísabet hefur kvartað undan þreytu í augunum að undanförnu. Hún hefur líka átt erfitt með að einbeita sér þegar hún er þreytt. Sem dæmi má nefna að hún er fluglæs fyrri hluta dags, en nánast ólæs eftir kvöldmat InLove

Hún fór til augnlæknis í gær og  þá kom í ljós að hún er dálítið fjarsýn.

Við brunuðum að velja gleraugun. Sem gekk ótrúlega hratt og vel. Hún skoðaði þau bleiku og þau fjólubláu, en endaði í flottum og stílhreinum gleraugun með gylltri umgjörð. Alsæl og svo spennt, að hún ætlaði ekki að geta sofnað í gærkvöldi. Í dag verða gleraugun nefnilega tilbúin.

Í morgun þóttist Kata ekkert muna eftir hvað ætti að gerast í dag. "Ég fæ ný gleraugu," sagði Elísabet. Kata lét einhver orð falla um hversu spennt dóttirin væri, en Elísabet svaraði um leið: "þú værir líka spennt ef þú værir barn og ættir að fá ný gleraugu!"

Sem er áreiðanlega hárétt.

Það er skammt stórra högga á milli. Elísabet að fá gleraugu og Margrét þurfti til tannlæknis í dag. Guðrún tannlæknir var búin að greina einhvern skugga á tönn og vildi laga áður en færi í óefni.

Margrét var hin rólegasta, fékk létta deifingu og öllu var lokið áður en Kata, sem beið frammi á biðstofu, vissi af. Þegar Margrét kom fram frá tannlækninum laumaðist hún meðfram veggjum,  óttalega feimin. Kata spurði hana af hverju hún laumaðist svona um og þá kom í ljós að hún hafði svo sérkennilega tilfinningu í munninum eftir deifinguna að hún var sannfærð um að hún liti stórundarlega út.

"Ég laumaðist bara af því að ég hélt að fólk myndi segja: Hvað er að sjá blessað barnið?" sagði hún og var létt þegar hún skoðaði sig vel í spegli og sá að útlitið var eðlilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hægt að fá frí gleraugu í Pro Optik í Hagkaupum í Skeifunni gegn ávísuninni frá sjónstöð. Alveg málið að tékka á því

Jana (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessar stelpur ykkar eru hreinasta snilld.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Frábær athugasemd hjá stúlkunni þinni!

Auður Matthíasdóttir, 18.11.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hahahahaha...frábært.

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha ég skellihló, sá hana fyrir mér að laumast með veggjum ....þær eru yndislegar !

Ragnheiður , 19.11.2008 kl. 20:51

6 identicon

Sem móðir tveggja tvítyngdra drengja þá verð ég að segja að ef bók með gullkornum dætra ykkar kæmi sér vel-þær virðast vera vel máli farnar og ofan á allt saman eru þær skemmtilegar og fallegar stúlkur. Takk fyrir alla skemmtilegu pistlana þína. Kv. úr Chicago,Svanfríður.

SVanfríður (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband