20.11.2008 | 12:53
Bókin um Sri Rahmawati
Bókin mín er að renna úr prentsmiðjunni og verður vonandi komin í verslanir um helgina.
Hún heitir "Velkomin til Íslands - sagan af Sri Rahmawati" og segir sögu þessarar ungu konu frá Indónesíu, sem flutti hingað 1997 til að búa sér og börnum sínum betra líf. Fjölskylda Wati, eins og hún var alltaf kölluð, og vinir hjálpuðu mér að púsla saman mynd af lífi hennar, frá því að hún var lítil stelpa í Indónesíu og allt þar til hún var svipt lífi í Reykjavík í júlí 2004.
Mér fannst mjög áhugavert að skrifa söguna. Fyrst hafði ég í huga að skrifa bara um sakamálið sjálft, enda var það óvenjulegt. Morðinginn neitaði öllu, þótt óhrekjandi sönnunargögn hrönnuðust upp og vísaði ekki á staðinn þar sem hann hafði falið Wati fyrr en mánuði eftir ódæðið.
Þótt málið væri mjög umtalað á sínum tíma var forsagan aldrei sögð. Í dómum stendur um alla tíð allt það ljóta sem morðinginn sagði um hana, allar lygarnar og ásakanirnar. Það var kominn tími til að segja hennar hlið.
Eftir að ég kynntist fjölskyldu Wati breyttist bókin mjög. Þá gat ég skrifað um systurina, mágkonuna, vinkonuna og móðurina Sri Rahmawati.
Wati á yndislega og samheldna fjölskyldu. Díana systir hennar og hennar maður, Sigurgeir, tóku börnin hennar þrjú að sér og þá var nú fjölskyldan orðin myndarleg, því þau áttu þrjú börn fyrir. Yndislegt, heiðarlegt og vinnusamt fólk, sem leggur mikið á sig til að hlúa að fjölskyldunni.
Wati gerði það líka, en var svo tekin frá börnunum sínum á hrottalegan hátt.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um daginn gekk ég um í Gufunesgarði og rambaði á leiðið hennar Sri. Þessi kona var mér hugleikin enda örlög hennar ill.
Þessa bók langar mig í.
Gangi þér vel.
Ragnheiður , 20.11.2008 kl. 14:31
Takk, Ragnheiður.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.11.2008 kl. 14:54
Mig langar líka að lesa þessa bók af því mér fannst Pólstjarnan svo góð.
Helga Magnúsdóttir, 20.11.2008 kl. 16:50
Gaman að heyra að þér líkaði við Pólstjörnuna.
Þessi bók er miklu betri, þótt ég segi sjálf frá, enda ekki skrifuð á örfáum vikum í blóðspreng! Og mér fannst sjálfri svo áhugavert að kynnast lífi þessarar konu, að ég er sannfærð um að öðrum finnst það líka
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.11.2008 kl. 17:13
Spennandi saga, Ragnhildur og gott að saga Wati verður ekki látin gleymast. Ég hlakka til að lesa bókina.
Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 15:16
frábært framtak, ég hef aðeins kynnst því í eigin fjölskyldu hvað erlendar konur geta átt erfitt uppdráttar og það veitir sko ekki af því að við kynsystur þeirra séum til staðar fyrir þær ... hlakka mjög til að lesa
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 21.11.2008 kl. 16:07
Mikið hlakka ég til að lesa bókina Ragnhildur. Já það má með sanni segja að örlög Sri og barna hennar hafi verið hörmuleg. Gott að heyra að þau séu í góðum höndum nú.
Olla (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:48
Ég kaupi þessa ekki spurning.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 00:10
Breytið harmleik í söluvöru.....
Bara Steini, 22.11.2008 kl. 01:25
Til hamingju með bókina og gangi þér vel :)
dabbaa (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 19:42
Til hamingju með bókin - mér líst vel á það sem ég hef séð í blöðunum. Þetta er mikil harmsaga.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:40
Bara Steini og Jón Arnar : það er ekkert að því að varpa ljósi að sögu þessarar konu sem hingað kom í góðri trú. Aðstæður kvenna í hennar sporum eru oft algerlega hörmulegar. Meðan ekki er talað opinskátt um málin þá þrífast níðingar þeirra í myrkrinu, óáreittir.
Kynnið ykkur endilega aðstæður kvenna, erlendra sem íslenskra, sem búa við heimilisofbeldi og kúganir á heimilum sínum.
Bæði er kvennaathvarfið með vefsíðu og svo er síðan Styrkur með reynslusögum og fróðleik um slíkt ofbeldi.
Afsakaðu Ragnhildur, þennan pistil á þinni síðu.
Ragnheiður , 23.11.2008 kl. 18:04
Svo sannarlega ekkert af afsaka, Ragnheiður. Takk fyrir góðar ábendingar.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 24.11.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.