26.11.2008 | 19:31
Allir verða að eiga vin
Jenný kvartar undan skorti á barnafærslum. Og það réttilega, enda hefur þetta blogg meira eða minna verið helgað systrunum síkátu.
Þær leggja svosem endalaust til efni, þótt ritari nenni ekki alltaf að skrifa. Rétt í þessu vorum við að koma af skólakvöldi, þar sem krakkarnir sýndu okkur Vinabæinn sem þau höfðu búið til, með fólki og dýrum, húsum og bílum. Greinilega heilmikil vinna að baki. Þau lásu líka fyrir okkur alls konar fróðleik um menn og dýr og sungu mörg fín lög. Og meira að segja tvisvar "Allir verð'að eiga vin"
Systur stóðu sig auðvitað óaðfinnanlega. Það var samhljóma mat mæðra.
Þær höfðu aðeins áhyggjur af einu áður en við lögðum af stað í skólann. Foreldrar höfðu nefnilega verið beðnir að leggja veitingar í púkk.
Margrét hringdi í mig í vinnuna rúmlega fjögur, var þá komin til Töru eftir fótboltaæfingu og spurði hvort við værum með eitthvað gott.
Ég sagði henni að við værum með fullan poka af gómsætum vínberjum.
"Vínber?" spurði hún og leyndi ekki hneyksluninni.
Ég minnti hana á að hún væri einhver mesta vínberjaæta norðan Alpafjalla.
"Já, en síðast fórum við með ávaxta-broddgölt" (sællar minningar, við vorum hálfan daginn að negla vínberja-, jarðarberja- og ostapinna í hálfa melónu)
Enginn tími í broddgölt í dag, en það sagði ég henni auðvitað ekki, heldur sannfærði hana um að betri vínber væru vandfundin. Hún tók samt ekki gleði sína fyrr en hún komst að því að ég hefði líka keypt einhverjar Svala-fernur.
Foreldrar tóku greinilega misvel í tilmæli um að koma með eitthvað hollt og gott. Margir komu með gott. Aðrir hollt. En allt hvarf ofan í sjö ára snillingana.
Þeim tókst að sannfæra Kötu um nauðsyn þess að föndra aðeins þegar við komum heim. Þá forðaði ég mér að tölvunni.
Ég vil ekki skemma fyrir handlagna hluta familíunnar.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já ég man vel eftir broddgeltinum, hann var snjöll hugmynd !
Systur eru flottastar !!
Ragnheiður , 26.11.2008 kl. 19:58
Noh, manni er sómi sýndur. Takk fyrir það. Var farin að hafa áhyggjur af þessari frásagnardeyfð móðurinnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 00:10
Ég geri allt sem þú vilt, Jenný. Bara að nefna það
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.11.2008 kl. 10:19
Málið er að mæta með eitthvað sem lítur út eins og viðkomandi hafi búið það til sjálf/ur. Það þykir börnunum flott, þó að óætt kunni að vera
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 02:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.