Lillý er ekki Lillý

Ég fékk símtal frá konu í morgun, sem var gjörsamlega miður sín af því að hún hélt sig koma við sögu í bókinni um Wati.

Þannig er mál með vexti, að í bókinni er sagt frá nágrannakonu Wati á ÖLDUGÖTU. Sú var kölluð Lillý, en það er bara gælunafn hennar og rétta nafn hennar er alls ólíkt því.

DV birti stuttan útdrátt úr bókinni og dró þar frásögnina saman í þennan kafla: "Sri Rahmawati yfirgaf loks Hákon og við tók hatrömm forræðisdeila þeirra á milli. Hún hafði gefist upp á barsmíðunum. Við tóku hótanir og frekari líkamsárásir sem enduðu loks fyrir dómstólum árið 2004. Hákon var sýknaðar þrátt fyrir staðfastan og trúverðugan framburði Sri. Lykilvitni í málinu, sem er í bókinni aðeins nefnd Lillý, skipti um skoðun þegar í dómsal var komið og „mundi ekki voðalega mikið eftir þessu“. Sri fannst hún svikin af nágranna sínum og vinkonu."

Konan sem hringdi í mig í morgun heitir í raun og veru Lillý og var nágrannakona Wati í JÓRUFELLI, ári eftir árásina á Öldugötu (þar sem VITNIÐ Lillý bjó).

Þessi kona, Lillý hin síðari, hefur orðið fyrir óþægindum af því að fólk heldur að tilvísunin í bókinni eigi við hana. Hér með er sá misskilningur leiðréttur. Lillý nágrannakona Wati í Jórufelli bar aldrei vitni í nokkru máli og tengist bókinni alls ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sæl Ragnhildur, Við könnumst væntanlega báðar við það að fólk misskilur stundum og heldur að um sig sé verið að fjalla þó að það sé langt í frá.

Til hamingju með bókina, hef lesið báða úrdrætti í DV og Mbl. og efast ekki um að þetta sé vönduð frásögn hjá þér.

Titillinn er kuldalega sláandi. 

Eitt af mörgu óhugnanlegu við þessa frásögn er að það var aldrei tekið mark á síendurteknum morðhótunum morðingjans.  Ekki einu sinni fórnarlambið sjálft tók þær alvarlega.   Þó sýna allar alþjóðlegar kannanir -og íslensk dæmi- að því miður er oftar en ekki að marka slíkar hótanir.

Þetta er eitt af því fjölmarga sem íslenskt réttarkerfi mætti fara að taka alvarlega. 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.11.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef unnið í þessum "bransa" og þekki alltof margar svona sögur.

Sit hérna og les og það er skelfilega sárt að svona lagað fái að gerast.

Þrátt fyrir að allar bjöllur hringi.

Held áfram að lesa.

Takk Ragnhildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Blessuð, Hildur Helga.

Það er margt í þessari bók, sem er svo skelfilega dæmigert fyrir ofbeldissambönd og afleiðingar þeirra. Samt endurtekur sagan sig æ ofan í æ.

Jenný, það er nú varla hægt að segja "njóttu lestrarins" þegar svona vond saga á í hlut. En ég vona alla vega að bókin sé upplýsandi og auðvitað eru margir jákvæðir punktar í henni. Fjölskylda Wati er t.d. ótrúlega sterk og flott.

Svo býð ég ykkur að kíkja til mín í Eymundsson í Austurstræti kl. 13 á morgun, laugardag. Kaffi og kleinur í tilefni útgáfu ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 28.11.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband