1.12.2008 | 23:37
Jólaljós og -kökur
Við mæðgur vorum allar mættar í Eymundsson í Austurstræti klukkan 1 á laugardag. Kaffi, smákökur, upplestur undirritaðrar o.s.frv., til að kynna bókina um Wati.
Fjölskylda Wati mætti á staðinn, Díana systir hennar og Sigurgeir með Klöru, Amöndu og Irmu litlu. Svo kom Fikri bróðir hennar og Maricel kona hans og fullt af öðrum vinum og ættingjum. Mér þótti afskaplega vænt um að sjá þau öll. Þau eru svo ánægð með bókina og það skiptir mig miklu máli.
Við mæðgur fórum heim og hófumst handa við að skreyta húsið. Núna er blessaður upplýsti jólasveinninn kominn við útidyrnar, þar sem hann klifrar endalaust upp og niður kaðal. Kofi stelpnanna í garðinum er skreyttur bláum ljósum og serían komin á svalirnar. Svo er allt að fyllast af jólapunti hér innanhúss líka.
Á laugardagskvöld var jólafagnaður starfsmannafélags Moggans í Iðusölum við Lækjargötu. Það var alveg stórskemmtilegt. Við fengum þennan líka fína mat (því það er sko EKKI sama hvernig jólahlaðborð eru), og svo var dansað fram á nótt. Og ég líka, svei mér þá! Það tóku sig upp alls konar gömul og gleymd spor hjá okkur Kötu, en það fór nú reyndar pínulítið um mig þegar ég áttaði mig á að ég var farin að hlykkjast um húsið í konga-röð. En þetta var bara svo ansi skemmtilegt kvöld! En heim komnar um eittleyti samt, kellurnar.
Sunnudagur var áframhaldandi jólapúsl. Margrét og Tara þáðu boð Stebba stórtöffara í bíó, en Elísabet kaus að vera heima við. Hún skrapp til Mörtu Maríu, en kom svo heim og dúllaðist í baði og alls konar dekri þar til systir skilaði sér heim úr bíói. Þá drifum við okkur niður á Austurvöll og sáum þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu. Þaðan beint í afmæli hjá Daníel frænda og svo heim.
Í morgun var ég á leið í vinnuna þegar síminn minn hringdi og óskaplega lítil og mjó rödd tilkynnti um höfuðverk og magapínu. Ég sneri við og sótti Elísabetu í skólann og var heima með henni til hádegis. Kata tók þá við og Elísabet var nú ekki veikari en svo að hún naut veikindanna til fulls. Ekki síst seinni partinn, þegar Margrét var komin heim úr fótboltanum og við bökuðum piparkökur og máluðum þær. Á morgun fara þær með snjókarla, jólatré, stjörnur og hreindýr í nesti.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.