Bingó!

Ég fór með stelpurnar á bingó í Fossvogsskóla um daginn.

Þær voru dálítið stressaðar. Aðallega Elísabet, sem þráspurði hvort hún yrði að kalla BINGÓ af öllum lífs og sálar kröftum ef hún ynni. Ég gaf henni engan afslátt á það, sagði að ekki yrði tekið mark á þeim sem laumaði einhverju út úr sér svo varla heyrðist.

Þær gleymdu sér fljótt og þótt þær næðu ekki fyrsta vinningi, þá fengu þær smávinninga og voru þá orðnar svo æstar að þær hrópuðu svo heyrðist um allan skóla og út á hlað.

Þetta var skemmtilegt hjá okkur. Nema þegar karlkyns kynnirinn kynnti vinninga. "1. vinningur fyrir stráka er þessi rosaflotti, fjarstýrði bíll. Og fyrir stelpur er..., er.....já, við finnum eitthvað flott fyrir stelpurnar"

ARG!!

Honum tókst að klúðra þessu svona tvisvar í röð, hvorki meira né minna.

Dætur mínar voru afskaplega súrar. Þær vildu í fyrsta lagi eiga kost á fjarstýrðum bíl ef þeim sýndist svo. "Við eigum fjarstýrðan bíl og það er mjög gaman af leika með hann. En stelpur mega líka alveg fá fjarstýrðan bíl hérna ef þær vinna, er það ekki?" spurðu þær og voru yfir sig hneykslaðar.

Verra fannst þeim samt að fá ekki að vita hver hinn aðalvinningurinn væri.

Þetta var eiginlega fyrir neðan allar hellur. Í fyrra skiptið virtust flestir yppa öxlum (ég sagði ekkert, en hugsaði með mér að aumingja ræfils kynnirinn hefði áreiðanlega áttað sig á klúðrinu og væri algjörlega, gjörsamlega miður sín)

Í seinna skiptið fór hins vegar gríðarlegur kurr um salinn, alla vega þann hluta foreldrahópsins sem var með litlar stelpur með sér. Það virtist skila sér upp á svið.

Pirr, pirr og aftur pirr Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg óþolandi svona. Ég á 11 ára strák sem varð alltaf svo spenntur þegar dótabæklingur frá dótabúð kom í hús fyrir jólin. Hann langaði svo í ísvél sem var auglýst, en af því hún var á bleiku síðunni með öllum heimilistækjunum fyrir stúlkur var hann ekki viss um hvort það væri við hæfi að hann bæði um svona "stelpudót". Hann fékk þá fyrirlesturinn frá móðir sinni um vanhæfni auglýsingastofa til að auglýsa dót og ákveða fyrirfram hvað væri fyrir stelpur og hvað væri fyrir stráka. Hann var mjö sáttur við þessa útskýringu og síðan þá höfum við reglulega spjalla um misrétti kynjanna. Núna aftur á móti eru systur hans 3ja og 5 ára að springa úr spenningi að vera komnar með Playmo sjóræningjaskipið hans í herbergið og leika sér glaðar með þetta "strákadót"

Biðst afsökunar á langlokunni 

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:57

2 identicon

Sammála þessu. Frekar pirrandi

dabba (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:43

3 identicon

Hæ. Var að frétta af athugasemdum þínum um bingóstjórnina.

Biðst velvirðingar á þessu, ef rétt er. ( man þó því miður ekkert eftir umræddu atviki, né hef ég heyrt athugasemdir annarra varðandi atvikið).

Mun þó koma afsökunarbeiðni minni eftir formlegum leiðum innan skólans.

Vil þó minna á að bingóstjórn, sem og annað starf foreldrastarf, er unnið í sjálfboðavinnu. Okkar laun eru þakkir foreldra og barna. Persónulega hef ég ekki mikla reynslu af bingóstörfum, né öðrum sem tengist opinberri framkomu. Það sama á við flesta aðra, sem tengjast þessu starfi. Það er því mjög leitt ef reynsluleysi okkar orsakar særindi barna og jafnvel niðurlægingu vegna rangs kynferðis, litarháttar eða annars. Ég skora því hérmeð á þig að taka að þér bingóstjórn næsta árs, og gera það með glæsibrag.!!!

Kveðja

Frá aumingja ræfils kynninum :)

Örn Þór Halldórsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband