Töfrar

Systur voru í miklum pælingum fyrir svefninn, þurftu margt að ræða, spyrja og fá staðfestingu. Það endaði með að Kata skreið upp í til Elísabetar og þar pískruðu þær á meðan við Margrét lágum og veltum fyrir okkur tilverunni.

"Hvenær hættir þú að trúa á jólasveina?" spurði Margrét mig.

Ég sagði henni að tímabundin vantrú mín hefði hafist um tólf ára aldurinn. Af því að þá hefði ég verið að færast á unglingsaldurinn og unglingar héldu oft að það væri til skýring á öllum hlutum og tryðu ekki því sem passaði ekki við það.

Hún vildi vita af hverju ég hefði farið að trúa aftur á jólasveina og ég sagði að ég hefði elst og vitkast, áttað mig á að það hlytu að vera til töfrar. Annað væri einfaldlega ekki hugsanlegt. Eða hvernig ætti annars að skýra lítil börn?

Hún skildi þetta vel. "Ég er einmitt oft að hugsa um að það hljóti að vera til töfrar," sagði hún og svo taldi hún upp allt hið óraunverulega og ótrúlega, sem engar jarðneskar skýringar væru á:

"Ég hugsa oft hvernig jólasveinarnir geta farið til allra barna á einni nótt. Og hvernig jörðin getur verið kúla, en enginn dettur af henni. Og hvernig var í Frakklandi þegar það voru bara apar á Íslandi og engir menn. Og hvernig pláneturnar eru; eru kannski til geimverur? Það er svo margt sem er töfrar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

En hvað þetta var fallegt og hlýtt

Svala Erlendsdóttir, 4.12.2008 kl. 09:27

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Dásemdin ein,- bara töfrar sem þessar stúlkur þínar láta út úr sér ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:57

3 identicon

Takk fyrir að deila með okkur þessum fallegu og frábæru sögum af fallegu og frábæru dætrum ykkar. 

Að lesa um þær staðfestir nefnilega að það eru til TÖFRAR  

ASE (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 11:29

5 identicon

Ég á svolítið erfitt með að útskýra fyrir Loga (6 ára) af hverju jólasveinar deyja ekki.....þeir voru jú til í gamla daga líka, og svo er grýla dauð, þannig að ekki getur hún fætt nýja jólasveina.... og enginn lifir að eilífu..........þetta er svoldið snúið.....! Ertu með gott svar?

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband