Rautt

Í dag er rauður dagur í Fossvogsskóla.

Systur eiga rauðar úlpur og rauðar kuldabuxur og ýmislegt annað rautt. En merkilegt nokk er fátt rautt í fataskápnum. Þær fara ekki lengur í Valsbolum í skólann og hafa ekki enn eignast Víkingsboli, svo þetta var nokkuð snúið.

En við fundum auðvitað rauða boli fyrir rest og systur tóku jólasveinahúfur með sér. Þær ætla svo að fara til afa og ömmu eftir skólann, en undir kvöldið mála þær piparkökur með Kötu. Ég verð á Mogga fram á kvöld, en fæ áreiðanlega sérskreyttar piparkökur þegar ég sný heim Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hafa verið gulir dagar og grænir daga í leikskólanum hjá mínum skottum. Þær eiga bara bleik og rauð föt enda miklar tjull, blúndu dömur svo við lentum í vandræðum, gátum bjargað okkur með hárteygjum

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það hefur sko ekki verið vandamál að klæða þær upp fyrir bleika daga, þ.e.a.s. ekki hingað til. Leikskólafötin voru bleik, bleik, bleik! Núna eru þetta auðvitað afskaplega stálpaðar stelpur, alveg að verða 8 ára og búnar að leggja öllu bleiku

Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.12.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband