Lukka

Á föstudag sendi ég sms á Möggu systur: Eigid tid sjens ad leyfa systrum ad gista annad kvold?

Svarið kom um hæl: Já, ég!!

Ég hringdi í hana. "Vann ég?" spurði hún.  Og þá kom í ljós að hún hélt að ég hefði sent þetta sms á marga og ætlaði aldeilis að tryggja að hún hreppti hnossið.

Eftir þessa forsögu þurftu systur auðvitað ekki að kvíða móttökunum hjá Möggu fremur en endranær.

Við mæðurnar vorum hérna heima á laugardagskvöldið, en hingað kom matarklúbburinn í aðventumatarboð. Og enn og aftur varð þetta ótrúleg veisla. Marineraður lax með rósapipar, síldarréttur, hrátt hangikjöt með piparrótarsósu og jólapaté var bara byrjunin, hreindýrasteikin alveg stórkostleg og svo kíttuðum við upp í troðfulla magana með ris a l'amande. Úff!

Við Kata sváfum á okkar græna fram undir hádegi í dag og Magga skilaði ekki systrum fyrr en hálf eitt. Þá fórum við að huga að aðventustússi og vorum komnar í startholurnar allar fjórar þegar Kata þurfti skyndilega að fara í vinnuna. Súrt, en svona er lífið. Við skutluðum henni og svo fórum við þrjár í Árbæjarsafn, fylgdumst með kertaframleiðslu, fengum að smakka á hangikjöti, spjölluðum við náunga sem skar út laufabrauð, snerum frá yfirfullu kaffihúsinu, prentuðum jólakveðju með handknúinni þrykkivél, keyptum kramarhús með bolsíum,  ókum suður í Hafnarfjörð, fengum heitt súkkulaði á Súfistanum og röltum svo um jólaþorpið. Yndislegur sunnudagur á aðventu, þótt Kötu væri sárt saknað.

Þegar við skutluðum Kötu í vinnuna sagði Margrét upp úr eins manns hljóði: "Það er svo margt sem mig langar til að gera í lífinu."

Nú, hvað skyldi það nú vera?

"Mig langar að hitta Lucky í draumi (hundavinarins er enn sárt saknað), verða uppfinningamaður, eignast alla vega eitt gæludýr og opna svo daggæslu þegar ég verð stór."

Elísabet er líka með framtíðarplönin á hreinu: "Mig langar að verða söngkona og leikkona og danskona. Og hitta Lucky í draumi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe ekki slæmt þegar slegist er um að passa blessuð börnin   Og eitthvað kannast ég við veitingarnar. Sé þetta allt saman fyrir mér í rósrauðum bjarma. Og hvenær á svo að uppljóstra um fjölskylduleyndarmálið, uppskriftina af jólapatéinu? Get fullyrt að ykkar er það besta sem ég hef smakkað  Knús og jólakveðjur, Olla.

Olla (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband