Svefngengill

Systur voru sofnaðar í gærkvöldi og við Kata að horfa á sjónvarpið þegar við heyrðum allt í einu umgang niðri. Eitthvað var fært til og svo datt eitthvað um koll.

Hljóðin komu frá herbergi systranna. Þar stóð Elísabet við skrifborðið í miðju herbergi og tróð sænginni sinni vandlega upp að vegg.

Ég leiddi hana að rúminu og Kata svipaðist um eftir koddanum hennar, sem var horfinn. Hann var hinu megin í herberginu, á milli náttborðs Margrétar og rúmsins hennar.

Við héldum að þetta bauk á steinsofandi barninu væri úr sögunni. En korteri síðar heyrðist að hún var komin aftur á stjá. Sængin komin út á gólf og hún líka, ráðvillt á miðju gólfi.

Aftur var hún leidd í rúm.

Núna liðu aðeins tíu mínútur. Þá heyrðist fótatak í tröppum og kollurinn birtist úfinn á skörinni.

Kata játaði sig sigraða og þær mæðgur fóru að sofa í stóra rúminu.

Elísabet mundi auðvitað ekkert eftir þessu í morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

hljómar kunnuglega ... ég hef fundið minn við eldhúsborðið að lesa fréttablaðið, standandi fyrir framan opinn ísskáp og á leiðinni fram á stigapall, alltaf steinsofandi ... þetta er ungt og leikur sér

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.12.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sonur minn átti þetta til á sínum yngri árum. Kom einu sinni með sængina sína inn í stofu og sópaði öllu af sófaborðinu með henni og fór svo aftur inn að lúlla.

Helga Magnúsdóttir, 8.12.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar yndislegar kveðjur á fallegum ljúfum vetrakvöldi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég vona svo sannarlega að Elísabet þvælist ekki mikið meira um, mér finnst þetta bauk hennar inni í herbergi alveg nóg, takk!

Góðar kveðjur til ykkar allra.

Og takk, Jenný

Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.12.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband