Lúnar

Systur voru lúnar í kvöld, enda langur dagur að baki. Skóli, frístundaheimili, dans og svo heim til Töru.

Ég hringi til Töru upp úr kl. 6 og bað um að systur yrðu sendar heim.

Stuttu síðar hringdi síminn. Það var Elísabet í samningaham. "Við megum alveg borða hjá Jóni Otta (Törupabba). Megum við það?"

Kata samþykkti að þær mættu þiggja það góða boð, en yrðu að vera komnar heim fyrir klukkan hálf átta.

Korter yfir sjö hringdi síminn aftur. Elísabet taldi af og frá að þær yrðu tilbúnar til brottfarar klukkan hálf átta. Og tókst að kría út korter í viðbót hjá Kötu. Hún hafði hins vegar áhyggjur af að það væri orðið svo dimmt úti að þær myndu varla rata einar heim.

Af gefnu tilefni skal bent á að Tara á heima á númer 5 en við á númer 8.

Korter í 8 gekk ég yfir að sækja litlu dekurrófurnar, en Kata hin eftirláta skrapp aðeins í vinnuna, enda hafði hún þá hengslast heima í næstum tvo tíma samfleytt og slíkt er auðvitað ótækt.

Systur stungu sér beint í heitt bað við heimkomuna og svo urðum við að lesa aðeins í nýjasta Andrésblaðinu. Þá voru þær orðnar svo þreyttar að þær hreyfðu engum mótmælum þótt ég potaði þeim í rúm og skikkaði þær til að fara strax að sofa.

Þær hrutu í kór þegar Kata skilaði sér heim úr vinnu.

Ég veit að þær fóru í Þjóðminjasafnið með skólanum í morgun, en verð bara að bíða eftir þeirri ferðasögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 786153

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband