12.12.2008 | 16:13
Stekkjarstaur
Systur fuku inn úr dyrunum rúmlega 7 í gær, búnar að vera í heimsókn hjá bekkjarbróður.
Við borðuðum kvöldmat og svo dreif Kata í að baka súkkulaðibitasmákökur. Elísabet tók virkan þátt í undirbúningnum, en Margrét settist með Andrés-blað upp í stofu. Svo fór henni að leiðast þófið, kom fram í eldhús og tilkynnti að hún ætlaði að fara að sofa.
Ég spurði hana hvort hún ætlaði ekki að smakka á kökum fyrst?
Nei, best að fara að sofa strax, sagði hún. En ekki af því að hún væri svona þreytt, það væri bara mjög mikilvægt að fara í háttinn.
Þegar ég hélt áfram að sannfæra hana um að hún mætti vaka aðeins lengur, enda klukkan rétt 8, stundi hún og sagði: "Allt í lagi. En það er þá þér að kenna ef ég fæ kartöflu í skóinn!"
Þá fórum við yfir reglurnar. Ef börn fara ekki í háttinn þegar þau eiga að fara í háttinn, þá eiga þau á hættu að fá kartöflu. En ef þau mega vaka lengur, þá er allt í sóma.
Hún róaðist við þetta.
Um leið og fyrsta platan kom úr ofninum tókum við tvær kökur frá og settum á disk fyrir sveinka. Systur voru búnar að breiða handklæði á gólfið við arininn, enda voru sveinarnir stundum svo hroðalega sóðalegir í fyrra, helltu mjólk út á gólf og skildu eftir sig slóð af kökumolum. Við Kata vorum sko ekki lukkulega að þurfa að þrífa þau ósköp upp.
Við lofuðum að setja kalda mjólk í glas áður en við færum að sofa. Systur sofnuðu um leið og þær lögðust út af.
Í morgun vakti Margrét okkur klukkan hálf sjö. Mjög spennt.
Stekkjarstaur hafði klárað kökurnar og næstum lokið við mjólkina úr glasinu, en auðvitað velt því á hliðina.
Hann skildi eftir sniðugt dót, tvo kubba sem þær þurfa að grafa sig inn í með þar tilgerðum tækjum. Inni í kubbunum leynist eitthvað forvitnilegt fyrir litla náttúrufræðinga. Kannski risaeðlur?
Það er líklega að koma í ljós núna, þær eru að skafa og bursta hjá afa og ömmu.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grýla hefur hreint ekki staðið sig í uppeldinu.
Hm... verðurðu ekki að fara að setja drykkjarföng í blas og plastmottu undir veitingarnar?
Meira vesenið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 16:58
yndislegt
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.