13.12.2008 | 10:41
Giljagaur
Systur vöktu okkur klukkan 3.40 í nótt. Önnur hafði vaknað, vakið hina og báðar rölt fram að kíkja á veggklukkuna. Þær áttuðu sig á að enn væri mið nótt og vöktu okkur til að segja okkur tíðindin.
Ég skjögraði á eftir þeim yfir í þeirra herbergi og þær voru fljótar að hola sér niður í rúm.
Klukkan hálf átta vorum við aftur vaktar. Báðar systur glaðvaknaðar og skildu ekkert í þessari haugaleti mæðranna á laugardagsmorgni.
Margrét sagði að þær hefðu vaknað fyrir löngu, löngu: "Sko, ég vaknaði og spurði svo Elísabet ertu sofandi og hún sagði nei og svo sagði hún Má ég koma upp í til þín og þá sagði ég já og svo erum við búnar að kúra lengi, lengi og bíða og bíða en núna er klukkan alveg að verða 8."
Reyndar hálf átta, en hálftími skiptir engu.
Við héldum þeim hjá okkur í knúsi í hálftíma, en svo urðu þær að kíkja í skóinn. Giljagaur gaf þeim litlar gifs-styttur til að mála og hengja á jólatréð. Alsælar með það.
Þær höfðu skrifað bréf til sveinka. Hann hafði nú ekki fyrir að svara þeim, en hins vegar var bréfið allt útkámað með sótsvörtum fingraförum eftir karlinn. Spæjarasystur sögðu þetta sanna að hann hefði lesið bréfið og voru hinar ánægðustu.
Við Kata vorum lukkulegar að sveinki gekk snyrtilega um að öðru leyti.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:57
Þetta er sá tími ársins sem börnin eru fáránlega þæg á. Njóta, því hann varir ekki lengi...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.