15.12.2008 | 22:22
Sveinarnir þeir
Giljagaur hafði komið skilaboðunum áleiðis til Stúfs, svo Stúfur fann systurnar í sumarbústaðnum hjá Addý og Báru í Skorradal um helgina. Hann laumaði að þeim mjúkum sokkum, sem komu sér vel í sveitinni.
Við fórum og heimsóttum geitabónda í Borgarfirði og systur voru alsælar að skoða geitur, hitta hundana Neró og Bossa, köttinn og kindurnar.
Skorradalsvatn var ísi lagt, en á sunnudag var ekki ráðlegt að fara út á ísinn. Hann var alveg glær og sást niður á botninn. Systur fóru aðeins út á hann, bara í flæðarmálinu og fannst það mikil upplifun.
"Sjáið mig, ég flýg," sagði Elísabet og fannst greinilega eins og hún svifi í lausu lofti.
Margrét mændi á steinana í botninum í gegnum glæran ísinn. Svo stikaði hún áfram yfir ísinn: "Ég er að ganga á vatninu. Ég er eins og Jesús!"
Jájá, það munar ekkert um samlíkingarnar á þessum bæ
Stúfur kom skilaboðum áfram til Þvörusleikis, sem fann upp á þeim ósköpum að gefa þeim langar blöðrur til að búa til blöðrudýr. Elísabet var fyrst á fætur og mér fannst óskaplega hentugt að vakna upp við blöðrudýragerð, jafn laghent og ég nú er.
Ég bind miklar vonir vivð næsta jólasvein. Er það ekki Pottaskefill, eða einhver slík týpa með einfaldan smekk?
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 786153
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko Margréti, bara með ego eins og Lennon.
Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.