Afturábak

Á sunnudagsmorgni í sumarbústað lá ég uppi á svefnlofti og systurnar báðar vaknaðar. Við vorum að reyna að hafa hljótt, svo kerlingarnar á neðri hæðinni vöknuðu ekki strax.

Elísabet lá á maganum í rúminu og horfði út á ísi lagt Skorradalsvatn. Og fór svo að lýsa líðan sinni. Henni var heitt í hjartanu, sagði hún. "Mér finnst svo gott að horfa svona út. Þá man ég alltaf svo margt. Núna man ég þrjár gamlar og góðar minningar."

Áður en hún gat rakið þær minningar hnussaði í systur hennar, sem enn var á bólakafi undir sæng: "Þú ert svo nútímaleg, Elísabet!"

Ég spurði hana hvað hún meinti, hvort hún hefði kannski ætlað að segja "fullorðinsleg."

"Nei," svaraði Margrét. "Nútímaleg. En ég meinti það afturábak. Svona kaldhæðni."

Sem sagt öfugmæli.

Svo hló hún eins og hýena. Og hinni heithjarta systur hennar fannst þetta líka óborganlega fyndið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttið.  Brilljant þankagangur á bak við orðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og góða ljúfa nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.12.2008 kl. 23:58

3 identicon

Jii.. þær eru svo mikil krútt þessar stelpur og þvílíkir spekingar. Það er alveg ómetanlegt að eiga svona gullkorn þegar frá líður. Vildi óska þess að ég hefði verið duglegri að skrifa niður... já það var bara skrifað niður, í bók barnsins, þegar ég var með mína grísi litla.. en slatti af gullkornum til samt. Knús til ykkar.

Olla (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 10:06

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Knús um víðan völl til baka

Ég er mjög glöð að eiga öll þessi gullkorn. Við Kata höfum alltaf safnað þessu í eitt skjal og þegar ég byrjaði að blogga varð enn auðveldara að henda þessu inn jafnóðum. Árið sem ég var heima að vinna var auðvitað gjöfulast, þá var tölvan alltaf tiltæk. Núna er ég ekki eins dugleg og mörg gullkornin fara forgörðum.Ég ætla kannski að muna eitthvað að morgni, en svo er það rokið úr mér þegar ég sest næst við tölvu til að blogga.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 18.12.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband