29.12.2008 | 01:06
Jól
Jólin fóru afskaplega mildum og ljúfum höndum um okkur í Logalandinu.
Tengdó og Knútur mágur voru hjá okkur í rjúpunum og svo tók við laaaaangur tími, þar sem ráðist var á pakkana. Systur fengu auðvitað mikla hrúgu af jólapökkum, mest af öllum, eins og þær segja sjálfar. Margar bækur, myndavélar, njósnaratöskur, sængurföt, flísbuxur, boli, fótboltaspil, grjónapoka til að liggja á og fullt af öðru sem tæki allan daginn að telja upp. Þær voru alsælar. Svo knúsuðu þær hvor aðra vel og lengi fyrir gjafir sem voru alveg sérvaldar: Margrét keypti mynd nr. 2 um Narniu fyrir Elísabetu og Elísabet gaf systur sinni Kung Fu Panda. Báðar höfðu vonast eftir að fá þessar myndir. Sigga frænka bætti svo um betur með Mamma Mia! og Tara gaf þeim Óvita, leikritið frábæra. Hér hefur þvi aldeilis ekki verið skortur á myndum, fyrir utan allar frábæru bækurnar, innrömmuðu ljósmyndirnar af þeim í frumbernsku, föndurdótið og ... jájá, nú er ég farin að telja upp aftur. Miklir lukkunnar pamfílar, þessar stelpur og kunna líka vel að meta það.
Jóladagurinn var jafn rólegur og aðfangadagur hafði verið fjörugur. Við vorum á náttfötunum fram eftir öllum degi, fórum svo í nær tveggja tíma gönguferð um Elliðaárdalinn og aftur heim í náttföt. Á annan dag jóla fórum við til tengdó. Þar var Daníel frændi, mikið átrúnaðargoð systra, og ekki minnkaði aðdáunin þegar Daníel sagði af nýjasta prakkarastrikinu sínu. Hann og tveir félagar hans voru í sundi og fóru í rennibrautina. Þeim fannst ferðin ekki nógu mikil, fóru inn í búningsklefa og mökuðu sápu á bakið á sér. Þannig tókst þeim að auka ferðina niður rennibrautina, en voru samt ekki sáttir. Fóru aftur inn, náðu að losa plastpoka fullan af sápu úr sápuhylkinu og helltu í rennibrautina. Þá náðu þeir þessari líka fínu bunu, en sundlaugarvörðurinn var ekki sáttur við piltana og sápufroðuna sem lagðist yfir allt. Foreldrar kallaðir til og mikið havarí. Daníel átti víst að skammast sín, en hann glotti allan hringinn þegar hann sagði söguna. Hann veit að vísu núna, að það er ekkert sniðugt að hella sápu út um allt, fólk getur runnið illa og meitt sig, svo hann lofaði að gera þetta aldrei aftur.
Systur drógu frænda sinn afsíðis, til að fá upplýsingar um fleiri góð prakkarastrik og Margrét skráði allt samviskusamlega niður í litla minnisbók. "Þetta eru prakkarastrik" sagði hún og hélt bókinni á lofti. Við spurðum hvort Alma systir Daníels gæti kannski kennt þeim einhver til viðbótar, en Margrét sagði að hún kynni ekki prakkarastrik, bara pæjuprik. Nýtt hugtak þar á ferð, en vissulega er Alma að skríða á unglingsárin
Á laugardag komu mamma og pabbi til okkar í hádegismat, en við Kata fórum í matarboð um kvöldið með gömlum vinkonum hennar og mökum. Edda frænka passaði, sem er alltaf vinsælt. Hún þurfti að vísu að bregða sér út á lífið, svo Magga systir tók við af dótturinni þegar leið á kvöldið. Tvær barnapíur á einu og sama kvöldinu hljómar eins og við höfum verið lengi, lengi að heiman, en við erum löngu búnar að missa allt þrek í slíkt útstáelsi og komnar heim á skikkanlegum tíma, svei mér þá.
Í dag hélt letilífið áfram. Það er ákveðið áhyggjuefni hvernig við höfum snúið sólarhringnum við. Ég vaknaði klukkan 10 í morgun og þá bærði enginn heimilismaður annar á sér. Yfirleitt spretta systur upp eigi síðar en 8, en jólin hafa alveg útrýmt þeirri venju.
Við skiptum aðeins liði í dag. Margrét vildi rölta um Fossvoginn með Kötu, til að hafa uppi á vinkonum sínum, en Elísabet vildi fara í bæinn. Við tvær gengum allan Laugaveginn frá Vitastíg niður að Bankastræti og til baka, svo niður að Skúlagötu og ókum heim eftir klukkustundar labb um miðbæinn. Og brunuðum svo í mat til Addýar og Báru.
Mikið dýrðarfrí sem þetta hefur verið. Og enn bætist við um áramótin. Systur eru orðnar spenntar, ætla að njóta þess að vera heima í fyrsta skipti og vonandi verða vinir þeirra í hverfinu allir heima.
Á morgun fara systur í frístundaheimilið við Breiðagerðisskóla, í stað þess að fara í Neðstaland við Fossvogsskóla og eru mjög spenntar. Þær vonast til að endurnýja kynnin við gamla vini úr leikskólanum, sem þær vita að eru í Breiðagerðisskóla, t.d. Jóhönnu Lan og Mána.
Daginn fyrir Þorlák heimsóttu systur reyndar þennan gamla leikskóla sinn og tróðu þar upp með gítarleik og söng. Þær hafa verið að æfa jólalög í gítartímum, sem þær sækja með Evu, gamalli leikskólavinkonu og þær þrjár ákváðu að syngja fyrir litlu börnin á leikskólanum. Þær voru ekkert sáttar við mig þegar ég sótti þær eftir nær þriggja tíma veru á leikskólanum, enda var Linda þá að lesa fyrir þær og litlu börnin og lífið allt einfalt og gott eins og í gamla daga.
Meiri ósköpin hvað tíminn líður hratt.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð Ragnhildur
Jóna heiti ég og er mamma hennar Garúnar. Er búin að fylgjast lengi með blogginu þínu og langar bara að þakka þér fyrir. Mikið ósköp held ég að þú eigir mikinn fjársjóð bæði í þessum yndislegu stelpum og eins í þessum minningum. Ég man að þegar mín börn voru lítil talaði ég oft um að ég þyrfti að skrifa þetta niður og varðveita en hugsaði líka: geri þetta á morgun. Bara takk kærlega fyrir mig og í guðanna bænum haltu áfram að blogga.
kv
Jóna
jóna möller (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 13:12
Sæl og blessuð, Jóna.
Bloggið gerir þessa skráningu svo miklu, miklu auðveldari! Áður punktaði ég hitt og þetta niður, en það er miklu þægilegra að henda bara öllu inn á einn stað. Á síðasta ári, fyrsta skólaárið þeirra systra, vann ég heima og þá missti ég varla af nokkru gullkorni, alltaf með tölvuna opna. Ég er afskaplega fegin því núna.
Þú þarft að vísu ekkert að örvænta, a.m.k. ekki með hana Garúnu, því hún er enn að dæla frá sér gullkornunum!
Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.12.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.