Engin nauðung

Systur fóru á frístundaheimili í dag og í gær. Neðstaland við Fossvogsskóla er lokað, svo þær fóru í Sólbúa, frístundaheimilið við Breiðagerðisskóla. Og eru alveg alsælar að fá að upplifa eitthvað nýtt. Svo er dekrað við krúttin á þessum "hálf"frídögum, farið í Árbæjarsafn í gær, pizzuveisla á eftir og svo í bíó í dag.

Þegar Thelma Törumamma kom að sækja hópinn í gær var henni tekið fálega. Hún var allt of snemma á ferð! Svona er nú gaman.

Ég sæki þær á eftir og gæti þess að vera heldur í seinna fallinu. Þær kvarta alveg örugglega ekki að þessu sinni. En við foreldrarnir þurfum ekki að vera þjökuð af samviskubiti á meðan W00t

Kalkúnninn fyrir morgundaginn er í höfn og ekkert eftir nema renna við hjá einhverri björgunarsveitinni og kaupa hóflegt magn af blysum og sprengjum.

Gleðileg -og örugg- áramót!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:17

2 identicon

Sælar litlu pæjufrænkur og gleðileg jól og gleðilegt ár . Það er ekki gott að hafa ekkert hitt ykkur á jólunum ,en ég les að það hefur verið mjög gaman hjá ykkur . Sjáumst hressar á nýju ári knús Ásta frænka og allir í Kleifarási og lóka Tumi

asthildur (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband