8.1.2009 | 20:38
Lífrán
Elísabet heyrði upphaf kvöldfrétta. Frásagnir frá Palestínu gerðu hana að vonum óttaslegna. Og hún fór að spyrja út í hið vonda. Og spurði svo: "Eru lífþjófar á Íslandi?"
Ég vissi ekki hvað hún átti við, en þá útskýrði hún að hún hefði verið að meina fólk sem drepur annað fólk. Morðingja, sem sagt. Eða "lífræningja."
Mér fannst orðsmíðin brilljant og var enn að dást að þessu í huganum þegar Elísabet útskýrði málin nánar fyrir Kötu. Þá kom í ljós, að þótt hún hefði talað um fólk sem dræpi annað fólk, þá meinti hún "mannræningja."
"Lífþjófur" getur verið ágætis heiti á svoleiðis fólk líka.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Beint í nýyrðanefnd með þetta.
Helga Magnúsdóttir, 8.1.2009 kl. 20:39
Algjörlega spot on nýyrði í íðorðasafn atvinnumorðingja!
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2009 kl. 21:18
Systrum er sjaldnast orðavant. Þetta er með betri nýyrðum, nær yfir svo margt.
Verð auðv. -eins og öðrum mæðrum er tamt- að koma með það þegar ÓP kom heim af leikskólanum einn daginn og var þungt niðri fyrir: "Afi Braga Steins er dáinn". Ákvað að spyrja barnið bara sem fullorðið, að gamni: "Og úr hverju dó hann ?"
Löng þögn og greinilega mikil umhugsun, enda drengurinn ca. 3. ára og sat á klósettinu -þar sem reyndar flestar alvöru samræður fóru fram á þessum tíma.
Loksins fæddist svarið, með smá andvarpi, þar sem greinilega var búið að fara yfir helstu dánarorsakir afa sem kveðja þennan heim og engin niðurstaða fundin:
"Æ... hann dó bara úr lífinu sínu"
Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.1.2009 kl. 03:02
Þetta er verulega gott orð sem nær yfir margt sem vondir menn gera.
, 9.1.2009 kl. 10:00
HEHE.. flott orð .. nær yfir fullt af hlutum
dabbaa (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:43
Bragð er að þá barnið finnur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.1.2009 kl. 12:37
Á Írlandi búa Írar, á Íslandi Ísar?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 9.1.2009 kl. 19:02
Börn eru "Dásamleg"
Arndis Gudnadottir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:59
Jamm, maður deyr annað hvort úr lífinu sínu, eða einhver lífþjófurinn lætur til sín taka
Og kannski er þjóðráð að hætta að verða Íslendingur og verða Ísi? Í útlöndum? Bretlandi, kannski??
Ragnhildur Sverrisdóttir, 9.1.2009 kl. 22:00
Ég hef verið spurð oftar en einu sinni hér í USA "what are people from Iceland, are you Icish" og þá er vísað til Irish. Fyrst fannst mér þetta vera móðgun og merki um illa upplýst fólk en svo áttaði ég mig því að Ísland er ekki nafli heimsins og ekki nokkur ástæða til að allir viti hvað við erum kölluð á því engilsaxneska.
Katrín Frímannsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:50
Þetta orð er ágætt nýyrði yfir morðingja
Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 17:23
Já þetta eru frábær nýyrði. Ragnhildur, þú getur verið Ísi í tvenns konar skilningi. Frá Íslandi og Ísafirði. Og lífþjófur er alveg frábært. Ég sé þetta fyrir mér í hegningarlögunum þegar þau verða endurskoðuð. Hin nýja 211. gr. "Hver sá er rænir annan mann lífi skal sæta fangelsi ekki skemur en,,,,". Brilliant!
Olla (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 01:51
Frábært orð og innlegg i þarfa umræðu. Ástandið milli Ísraela og Palestínumanna er skelfilegt með einu orði sagt.
Það er mikið að gerast í fréttaheiminum. Einn stóratburðurinn rekur annan. Máttleysi er orðið sem ég sit með núna í fanginu. Máttleysi yfir því öllu sem er að gerast. Ég blogga um málefni líðandi stundar, en það virðist ekki nóg. Ég reyni að biðja fyrir ástandinu í heiminum, mínu eigin lífi og lífi annara. EN orðin mín verka svo fátækleg mót illum öflum. Ef við leggjumst öll á árarnar ættum við að geta komið einhverju góðu til leiðar.
Baldur Gautur Baldursson, 20.1.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.