26.1.2009 | 23:10
Framtíðarstarf
Systur eru í ágætu formi þessa dagana. Þær misnota sér aðstæður til hins ítrasta: Samkomulag um að vera ekki með neitt krepputal á heimilinu verður þeim sífellt tilefni til að hasta á okkur Kötu. Ef þeim finnst umræðuefnið óspennandi, þá tilkynna þær einfaldlega, að þetta sé krepputal og biðja okkur vinsamlegast að hætta. "En þetta er ekki krepputal, við erum bara að tala um fréttirnar og pólitík" reynum við að malda í móinn. "Það er krepputal" er svarið. Og auðvitað er það hárrétt.
Kreppan í pólitíkinni náði á heimilið í dag, því starf aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra gufaði upp um hádegisbil. Systur höfðu áhyggjur af mömmu sinni, en voru undrafljótar að ná sér. Þær sjá nefnilega fram á að hún geti valið úr stórskemmtilegum störfum.
"Kannski getur hún unnið á McDonald's og þá getum við alltaf farið til hennar og fengið að borða," sagði Margrét og var dreymin á svip.
Elísabetu fannst ennþá stórkostlegra ef mamma hennar fengi vinnu í Húsdýragarðinum. Eða keyrði ísbíl. Eða færi að vinna í Fossvogsskóla.
Margréti datt allt í einu í hug að best af öllu væri að fá "sumarstarf". Ég spurði hana hvað hún ætti við með því. "Þú veist, sumarstarf, þá er alltaf sól. Hún getur kannski fengið vinnu í Disneyland og við verið með henni!"
Þessar systur hafa aldrei komið í Disneyland, en það skortir ekkert upp á ambisjónir fyrir hönd móðurinnar. Það er næsta víst að ekkert starf kemst í hálfkvisti við uppástungur systra.
Eftir töluvert spjall varð Elísabet óróleg. "Er þetta ekki krepputal?" spurði hún, en svaraði svo sjálfri sér, að maður yrði nú að tala um það þegar mamma manns missti vinnuna.
Sjálf er mamman sallaróleg og hlustar áhugasöm á allar tillögur.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
knús og kveðjur já og góðan daginn.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 08:05
Þegar Sara mín var lítil hafði hún fullan hug á að gegna tveimur störfum.
Annað var barnalækniskona og hitt var garðrakari.
Börn eru yndisleg. Hvað getur maður sagt?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 13:42
Elísabet var mjög lengi harðákveðin í að verða "hundaeltari"
Margrét heldur öllum möguleikum opnum.
Þær bættu enn við óteljandi atvinnumöguleika móður sinnar í morgun. Flest var það í stíl við fyrri tillögur, t.d. starf á Búllunni eða Pizza Hut. Hún er ekki á flæðiskeri stödd með svona ráðgjafa.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.1.2009 kl. 15:45
sælar allar frábært að sjá hvað þær eru alltaf úrræðagóðar uppáhaldsfrænkurnar. Verð að fara að hitta ykkur alltof langt síðan ég hef séð ykkur knús og koss Ásta frænka
asthildur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.