28.1.2009 | 12:55
Hnífar, skæri og eldfæri
Pistill í Mbl 28. janúar
Hnífar og skæri eru ekki barna meðfæri, sögðu foreldrar mínir gjarnan ef við systkinin ætluðum að fikta með slíka gripi, stórhættulega börnum. Þau gættu þess að lítil kríli næðu ekki í slík skaðræðistól. Það var á þeirra ábyrgð á meðan við vorum óvitar. Og við lærðum snemma að forðast að meiða okkur og aðra. Þannig voru reglurnar.
Og rétt eins og á flestum öðrum heimilum var brýnt fyrir okkur börnunum, að ekki mætti fikta með eld. Við vorum auðvitað enn á barnsaldri þegar við gerðum okkur grein fyrir, að fikt með eld gat þýtt að heimilið brynni til grunna. Við hlýddum þessum umvöndunum, enda kærðum við okkur ekkert um að heimilið okkar yrði rjúkandi rústir.
Hefðum við systkinin laumast í hnífa og skæri við hvert tækifæri, eða hnuplað eldspýtum og fiktað með þær inni í herbergi, þá hefði líklega farið illa. Og ég veit alveg hver viðbrögð foreldra okkar hefðu verið. Þau hefðu kennt sér um. Þau hefðu átt að gæta þessara hluta betur, þau hefðu átt að vanda um við okkur, þau brugðust eftirlitshlutverki sínu. Þau voru fullorðin og við vorum börn. Óvitar.
En við komumst á legg, stórslysalaust. Og um leið og við urðum fullorðin lauk eftirlitshlutverki foreldranna. Við fluttum að heiman og það var ekki lengur á þeirra ábyrgð hvernig við fórum með hnífa og skæri, eða hvort við fiktuðum með eld á eigin heimilum. Okkar hlutverk varð að bera ábyrgð á okkur sjálfum og barnabörnunum og kenna þeim þær reglur sem foreldrar okkar höfðu brýnt fyrir okkur.
Ef við, fullorðin systkinin, hefðum skaðað annað fólk viljandi með eggvopnum eða borið eld að húsum og þannig sýnt einbeittan brotavilja eins og lögreglan myndi kalla það, þá væru þau brot ekki á ábyrgð foreldranna.
Hið sama gildir um einbeittan brotavilja þeirra sem báru eld að undirstöðum samfélagsins og stungu út úr öllum sjóðum og helst þeim sem þeir áttu ekkert í sjálfir. Þeir eru brotlegir og þeirra er ábyrgðin.
Auðvitað veljum við stjórnmálamenn, af því að við viljum að þeir setji samfélaginu leikreglur og fylgi þeim eftir. Flestir eru sammála um, að eftirlitið brást. Löggjafinn setti reglur, en þeim virðist stundum hafa verið slælega framfylgt. Þá ábyrgð hljóta stjórnmálamenn að þurfa að axla.
En almenningur virðist hafa gleymt hvar ábyrgðin liggur fyrst og fremst. Hún liggur hjá sjálfráða einstaklingum, sem sýndu einbeittan brotavilja. Þeir þóttust fara eftir reglunum, en settu á svið svikamyllu, þar sem ekkert var eins og það sýndist. Viðskipti voru sýndarviðskipti, sjóðir landsmanna voru notaðir sem skiptimynt til að halda uppi gengi á hlutabréfum manna, sem lögðu ýmislegt á sig til að sýna fallega framhlið eignarhaldsfélaganna sinna. Þeirra er ábyrgðin fyrst og fremst. Það er þeim að kenna hve margir liggja sárir eftir og að heimilin eru rjúkandi rústir.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur pistill. Takk fyrir.
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:00
Góð grein ,það getur verið erfitt að passa börnin sín eftir að þau eiga vera sjálfráða..
Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2009 kl. 13:19
Algjörlega sammála þessu síðasta, fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því hverjir bera ábyrgðina á hruninu og núna er komin stjórnarkreppa að auki. Nákvæmlega það sem þjóðin þarfnast á þessum tímum...
Anna Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 13:42
Þetta er alveg eins og með þá sem keyra of hratt og klessa á og skemma og eyðileggja,- það er ekki bílaframleiðandanum að kenna að bílstjórinn fór of hratt miðað við aðstæður og sérdeilis ekki löggunni að kenna þó hún hafi ekki gómað hann á ólöglegum hraða !!!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:29
Frábær pistill.
Stundum held ég að samviska sér ekki til allavega er hún fólki mis hugleikin.
Sigrún (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:54
Eins og talað eins og út úr mínu hjarta. Þó svo að ég hafi gert heiðarlega tilraun til að brenna heimilið til grunna þegar ég var þriggja ára og systur mínar áttu að passa mig.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 15:09
Ó nei, ég efast um að nokkur sé búinn að gleyma. En við getum takmarkað gert við bannsetta víkingana - sérstaklega á meðan á slímsetu fráfarandi stjórnar stóð, hún sýndist helst vera þarna til að bíða eftir því að pakkið kæmi sem mestu þýfi í skjólin sín í útlöndum.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:36
Capitalism is the astounding belief that the most wickedest of men will do the most wickedest of things for the greatest good of everyone. Milton Keynes
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.1.2009 kl. 17:37
Algjör snilld hjá þér systir góð :)
Greta (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.