Framboð?

 

Innlent | mbl.is | 2.2.2009 | 16:55

Hanna Katrín íhugar framboð í Reykjavík

Hanna Katrín Friðriksson íhugar að bjóða sig fram í eitt efstu sætanna
á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi þingkosningum. Hanna Katrín staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið og sagðist taka ákvörðun á allra næstu dögum.

Hanna Katrín hefur verið aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, frá sumri 2007. Hún hefur starfað m.a. sem framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík, sem framkvæmdastjóri stjórnunar- og samskiptasviðs Eimskips og var blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil.

Hanna Katrín, sem er 44 ára gömul, er með BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá University of California, Davis. Hún hefur undanfarið leitt verkhóp Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins um lýðrétti og jafnrétti.

 - - - - - -

Áhugaverðir tímar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var búin að sjá þetta.

Eru gratúlasjónir tímabærar?

Það væri flott ef íhaldið fengi formannskonu.  About time.

Lalalala

Gaman aðessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Úff, hægan, hægan! Konan er að velta fyrir sér að fara í prófkjör, spurning hvernig gengur þar. Formanns-hvað?? Og ég þá formannsfrú? Formannsfrúarfrú? Forfrúarfrú?

Hættu að rugla mig svona, Jenný!

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.2.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Róleg, fyrst verðurðu prófkjörsfrú kona góð.  Ekki hlaupa á undan sjálfri sér.

Get ég kosið?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 22:20

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ef þú heyrðir hugmyndir frúarinnar um breytingar þá myndirðu örugglega vilja kjósa hana. Þú ert ennþá í Sjálfstæðisflokknum, er það ekki??

Ragnhildur Sverrisdóttir, 2.2.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei ekki í Sjálfstæðis, er ekki sama hvaðan gott kemur?  En hvað um það, tímabært að poppa upp forystuna í gamla flokknum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 09:56

6 identicon

Þetta eru stórkostlegar fréttir.

kveðja

Guðrún

Guðrún Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:58

7 identicon

Líst vel á Kötu!

Olla (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:03

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mér lýst vel á þetta! Ekki það að fari að taka upp á því á sextugs aldri að kjósa Sjálfstæðisflokkinn - en tek undir með Jenný Önnu  - er ekki sama hvaðan gott kemur?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:25

9 identicon

She's got my vote :o)

Ásta Guðrún (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband