Skyr í sparifötum

Þegar ég kom heim úr vinnunni vildu systur og Tara ólmar prófa uppskrift að Skyri í sparifötunum, rétti sem Margrét og Tara höfðu lært að gera í skólanum. Elísabet var í heimilisfræði fyrir jól og mundi að þetta hafði verið ákaflega gott.

Ég skutlaði þeim út í búð, en þær fóru sjálfar inn. Það var afskaplega stór stund. Eftir allnokkra bið sá ég þær koma skoppandi út aftur, með 3 litlar skyrdósir og tvo banana í poka. Þær höfðu fundið þetta alveg sjálfar og borgað alveg sjálfar.

"Það var mjög góð kona í búðinni" sagði Elísabet. Sem hafði auðvitað ákveðið að segja konunni það. "Sko, ég sagði, Þú ert mjög góð kona. Svo breytti ég og sagði: Eða mjög góð stelpa, af því að hún var eiginlega ekki nógu gömul til að vera kona."

Konan eða stelpan hafði þá á orði að þær væru litlar og skemmtilegar. "Þá sagði ég að við værum nú ekkert SVO litlar, Tara væri orðin 8 ára og við værum 7," sagði Margrét.

Margrét var með 500 króna seðil, Tara með 300 í mynt og Elísabet með 300 í mynt. Auðvitað vissum við Kata að þetta var allt of mikið, en þær hreinlega urðu að fara allar með peninga á sér, annars hefði búðarferðin verið hálfgert svindl.

Við fórum heim og þær skáru niður epli og banana og blönduðu saman við skyrið, smá mjólk, dálítill púðursykur, hálf teskeið af vanilludropum og þá var skyrrétturinn þeirra tilbúinn. Og var borðaður upp til agna.

Jón Otti Törupabbi hringdi þegar þær voru enn að búa þetta til. Ég sagði honum að hann fengi Töruna ekki heim fyrr en undir háttatíma, hún væri upptekin við matseld. Hann skildi það mjög vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er svo frábært að standa á eigin fótum eða þannig, þegar maður er bara 7 - 8 ára

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 08:49

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Börn kunna svo vel að meta það þegar þeim er sýnt svona traust.

Helga Magnúsdóttir, 5.2.2009 kl. 10:45

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hvað er skyr í sparifötunum?  Hljómar hræðilega gott?   Minn sambýlingur hér úti í Stokkhólmi býr til afskaplega gómsætt "skyr".  Er að velta því fyrir mér hvort það sé hið sama:  1l tyrknesk jógúrt (næstum því eins gott og skyr), 250 gr hindber og 2dl rjómi (40%). Þessu er síðan öllu hrært saman og serverað. Hann gerir þetta oft með mismunandi berjategundum en bláber og hindber eru best! 

Baldur Gautur Baldursson, 11.2.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband