Kreppuleikrit

Um síðustu helgi buðu Þórdís og Kristján okkur til Stykkishólms. Þetta var þriggja fjölskyldna ferð, því Addý og Sjonni voru líka og alls 5 börn. Sú minnsta 5 ára, þrjú 7 ára og ein 10.

Börnin ákváðu að æfa leikrit fyrir foreldrana. Það tók drjúga stund, en loks vorum við kölluð upp á loft.

Leikritið var um kreppuna og sett upp svipað og Spaugstofan, þ.e. fréttamaður kom með stutt innslög og svo komu sketsar.

Einn sketsinn var svona:

Tvær manneskjur hittust á gangi. Önnur sagði: "Hvað er að frétta af ríkisstjórninni?"

"Hún minnkar bara og minnkar!" svaraði hin.

"En hvað er að frétta af kreppunni?" spurði þá sú fyrri.

"Hún stækkar bara og stækkar."

Svo kom fréttamaðurinn og tilkynnti að Geir Haarde væri kominn á sjúkrahús. Það var ljóst hvað plagaði hann, því hann stundi þungan og spurði sjálfan sig æ ofan í æ: "Er þessi kreppa virkilega mér að kenna?"

Ingibjörg Sólrún fór líka á sjúkrahús. Fréttamaðurinn spurði hana hvernig hún hefði það: "Bara ágætt," svaraði hún hin rólegasta. Þá spurði fréttamaðurinn hvað hún væri að gera. "Bara leggja mig og tjilla," svaraði hún pollróleg.

- - - 

Áhorfendur voru að veikjast úr hlátri og þótt leikendum þætti það í sjálfu sér ágætt, þá átti þetta nú ekki að vera neitt gamanleikrit. Margrét hvessti á okkur augun og sagði: "Svona eruð þið þegar þið eruð að tala um kreppuna!", en við héldum bara áfram að hlæja, gjörsamlega samviskulaus.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt.

Alltaf jafngott fyrir sálartetrið að lesa um þær systur og vini þeirra.

takk takk

Jóna (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Hahahah - bragð er að þá barnið finnur! Snjallt hjá krakka krílunum....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.2.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband