Öskudagur

Systur vöknuðu spenntar, öskudagurinn framundan og búið að plana grímubúninga.

Elísabet vildi vera hippi. Tara ætlaði líka að vera hippi.

Elísabet var ekki alveg með hugmyndafræði hippanna á hreinu, var t.d. fremur agressív þegar hún stökk fram með peace-merki á lofti. Við fórum aðeins í gegnum þetta, ástina, frið og blóm.

Margrét vildi vera norn. Og Marta María ætlaði líka að vera norn.

Margrét hefur fyrir löngu náð fullkomnun sem norn, enda leikið slíka kerlingu oftar en einu sinni. Hún hefur t.d. komið sér upp nístandi nornahlátri, sem vekur manni ugg.

Þær klæddu sig og borðuðu morgunmat og skoppuðu svo yfir til Töru. Þar tók Thelma Törumamma við, setti á þær tattú og sprautaði bleiku og fjólubláu í hárið á þeim.

Þær fóru á frístundaheimilið í múnderíngunum. Kata náði svo í þær snemma og fór með í leiðangur eitthvert þar sem leynist nammi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var fyrsti öskudagurinn á mínu heimili þar sem ekkert var minnst á söng, nammi eða búninga.  Snöft, snöft

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.2.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Myndir, við viljum myndir ;)

Ég missti reyndar af því að taka mynd af 12 ára skottunni minni, þar sem hún gisti hjá vinkonu aðfaranótt öskudags og var svo komin úr búningnum þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan sjö :( En stráksi - getið hvað

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

urrg, annað hvort hef ég slegið kóðann rangt inn eða þá moggablogg er hætt að styðja html. Hann er allavega hér: http://www.flickr.com/photos/hildigunnur/3308016739/

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:27

4 identicon

Sæl Ragnhildur.

Ég má til með að nota þennan miðil og þakka þér fyrir, og hrósa, fyrir bækurnar sem þú skrifaðir fyrir jólin í fyrra og árið þar áður. Las þær báðar um helgina og kunni vel við. Vissulega ólíkar bækur en mjög áhugaverðar. 

Brynjar Már (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:10

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Bestu þakkir, Brynjar Már ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.3.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Logalandið

Höfundur

Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...5558_132_lg
  • M á Sigló
  • E á Sigló
  • sigur á 8 ára afmæli
  • systur í afmælisbrunch

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband