5.3.2009 | 11:21
Hvernig á að tala niður launin sín
Pistill í Mbl. 5. mars
Þjóðin er yfir sig hneyksluð á ýmsu og þar er svo sannarlega af nógu að taka. En það er vont að hneykslast yfir sig, þá lendir maður fljótt í öngstræti og sér enga leið út; gerir sjálfum sér ógreiða og neyðist til að fara sjálfur eftir þeim reglum, sem maður ætlaði sér að setja öðru og verra fólki með upphrópunum sínum og fullyrðingum.
Ofurlaun eru núna eitt uppáhalds hneykslunarefnið. Allir eru sammála um að í bönkunum hegðuðu menn sér eins og vitfirrtir. Laun stjórnendanna, með alls konar kaupréttarsamningum og árangursgreiðslum, sem höfðu að sjálfsögðu ekkert með raunverulegan árangur að gera, voru margar milljónir á mánuði, jafnvel tugir milljóna. Þetta var ekkert annað en græðgi. Bjarni Ármannsson hefur meira að segja viðurkennt að þetta hafi verið fullmikið af því góða og restin af þjóðinni getur auðvitað kvittað upp á það.
Bankarnir hrundu og hin stórskuldugu fyrirtækin hrundu. Enn eru fjölmörg fyrirtæki sem ramba á barmi gjaldþrots. Mörg þúsund manns hafa misst vinnuna, aðrir þurft að sætta sig við launalækkun og enn óttast menn að staðan eigi eftir að versna. Og eitt eru menn sammála um: Ekki er verjandi að greiða nokkrum manni ofurlaun.
En þar láta menn ekki staðar numið. Þeir endurskilgreina hugtakið ofurlaun eins og ekkert sé. Ef fréttist af einhverjum, sem fer yfir milljón krónur á mánuði í launum, hvað þá að hann nálgist tvær, þá verður allt vitlaust. Ofurlaun! Ofurlaun! er hrópað og þess krafist að strax verði látið af þeim vonda sið að borga stjórnendum fyrirtækja þessar svimandi fjárhæðir.
Fyrirtæki skera af launum starfsmanna og taka þá mörg þann kostinn að miða launalækkunina við alla sem hafa yfir 300 þúsund krónur í laun. Þar er eitthvert heimatilbúið viðmið og enginn hrópar um ofurlaun.
Málið vandast þegar ofar dregur. 400-600 þúsund krónur á mánuði eru fín laun, þau eru vissulega ofar en heilagi 300 þúsund kallinn, en samt hrópa fæstir um ofurlaun. Um leið og komið er í 700 þúsund fer málið að vandast. Milljónin og allt þar yfir kallar á flestar bloggfærslurnar og upphrópanirnar.
Þannig tekur almenningur, líklega óafvitandi, fullan þátt í að lækka launin sín, í nafni þess að barist sé gegn ofurlaunum. Því ef sá sem núna fær 1,7 á mánuði lækkar í 1,2 þá lækkar milljón króna fólkið í 7-800 þúsund og fólkið með þau laun þarf að fara enn neðar og áður en við vitum af er 300 þúsund kallinn ekki heilagur lengur.
Hvað gerum við þá? Verðum við gjaldþrota og alsæl með jöfnuðinn sem við höfum náð fram? Eða horfum við öfundaraugum til þeirra sem nálgast milljónina og höldum áfram að hrópa og kalla um ofurlaun? Ímyndum við okkur kannski að á Nýja Íslandi verði enginn launamunur, allir fái sín 400 þúsund, óháð starfi?
Gleðilega launalækkun.
Um bloggið
Logalandið
Bloggvinir
- margretsverris
- begga
- annapala
- stebbifr
- andreaolafs
- sms
- seth
- salvor
- hrafnaspark
- svartfugl
- vitinn
- ingibjorgelsa
- konukind
- eddaagn
- konur
- thorbjorghelga
- elvabjork
- steinunnolina
- jullibrjans
- toshiki
- adhdblogg
- malacai
- arndisthor
- asarich
- baldvinjonsson
- berglindnanna
- beggita
- birna-dis
- birtab
- bjb
- blomid
- dabbaa
- doggpals
- madamhex
- saxi
- ellasprella
- garun
- gislihjalmar
- neytendatalsmadur
- gudni-is
- lucas
- gylfig
- iador
- helgamagg
- skjolid
- hildigunnurr
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlekkur
- danjensen
- innipuki
- jakobk
- jenfo
- joninaros
- prakkarinn
- nonniblogg
- julianamagg
- kari-hardarson
- kiddijoi
- kollak
- hjolaferd
- kristinm
- lenapena
- liljabolla
- lillagud
- lindalinnet
- 101isafjordur
- mal214
- mongoqueen
- olinathorv
- fjola
- amman
- siggiholmar
- sij
- sigthora
- zsapper
- svala-svala
- possi
- saemi7
- saethorhelgi
- steinibriem
- thorasig
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ragnhildur. Takk fyrir skemmtileg skrif á bloggsíðu þinni. Ég les þau þegar ég rekst á þig.
En ég tek undir með Búkollu. Fyri nokkrum árum hugsaði ég oft um að ef venjulegur launamaður með um 200þús, fengi milljónkall fyrir einn mánuð á ævi sinni væri það eins og happdrættisvinningur. Þeir sem ekki hafa byggt veruleika sinn á 200-250þús skilja þetta ekki, kannski ekki von. Eftir því sem við jöfnum betur út og milljónafólki fækkar, verður meira eftir í kassanum. Það þarf að borga stóra skuld og ef við ætlum að eiga landið og halda sjálfstæði, þarf að grípa til ráðstafana í samræmi við það. Þetta verður ekki skemmtilegt fyrir alla, en þetta er nauðsynlegt.
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:52
Mér finnst reginhneyksli, hve margir þurfa að draga fram lífið á lágmarkslaunum. Og mun svo sannarlega ekki mæla því bót. Það eina, sem ég er að benda á, er að ef allir halda áfram að býsnast á milljóninni, svo 700 þúsund kallinum eða 500 þúsund kallinum, hvað þá 300 þúsund kallinum, þá þrýstast launin almennt niður.
Það hvarflar ekki að mér að réttlæta þau brjálæðislega háu laun, sem voru í þjóðfélaginu, eins og Búkolla bendir á. Fáránlegustu tölurnar voru auðvitað í bönkunum, þar sem alls konar bónusar lögðust ofan á. Núna er það kerfi að hverfa, eða alveg horfið. Sem er hið allra besta mál.
Ég hef nú ekki svo mikla trú á mannskepnunni að ég haldi að algjör jöfnuður náist. Ég held að það verði alltaf töluverður munur milli lægstu og hæstu launa. Og ef hæstu lækka og lækka, þá þvingast hin lægstu niður. Það er áhyggjuefni mitt: Að við séum að tala okkur í almenna lækkun launa.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 5.3.2009 kl. 14:00
Ég vil bara að öllum geti liðið vel í landinu okkar, fólk þurfi ekki að neita sér um tannlækningar eða lyf vegna fátæktar. Ég vil að allir geti búið í mannsæmandi húsakosti og klætt sig. Auðvitað margt margt fleira, tók bara það sem fyrst kom upp í hugann. Rennireið útrásarþrjóta og þeirra fylgisveina, kostaði okkur næstum því sjálfstæðið (veit ekki hvort er útséð um það). Tímarnir eru breyttir, saman verðum við að rétta landið við.
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:15
Ragnheiður, ábending þín á rétt á sér. Fáir gerðu athugasemd við það að verið væri að skammta sér laun í engu samræmi við það sem kalla má eðlileg laun undir vafasömum formerkjum. Nú hefur þetta snúist í öndverðu sína sem gæti einnig haft neikvæð áhrif á þjóðfélagið. Skynsemi í hugsun verður ávallt að vera til staðar, bæði á tímum góðæris og kreppu. Már Wolfgang Mixa
Már Wolfgang Mixa, 6.3.2009 kl. 10:56
Már, og við sem þó gerðum athugasemdir við þessa sjálftöku fengum framan í okkur að við værum bara öfundsjúk, svona tíðkaðist í útlöndum og það væri rétt og sjálfsagt að við gerðum eins.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.